Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 78
Þann 16. desember 1999 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem kona nokkur
hafði höfðað gegn íslenska ríkinu. Krafðist konan skaðabóta fyrir að hafa verið
synjað um greiðslu á launakröfu á hendur gjaldþrota fyrirtæki úr Abyrgðarsjóði
launa vegna skyldleika hennar við einn aðaleiganda fyrirtækisins. Skaða-
bótakrafan var á því byggð að Island hefði ekki réttilega lagað löggjöf sína að
tilskipun ráðherraráðs EBE um þetta efni, eins og hún hefði verið tekin upp í
samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði. Með því hefði íslenska rrkið
brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt samningnum og bæri að bæta
konunni það fjártjón sem af þessu hefði hlotist fyrir hana. Við meðferð málsins
í héraði hafði verið leitað álits EFTA-dómstólsins á því hvort viðkomandi
tilskipun ráðsins fæli í sér þann rétt sem konan taldi og einnig, furðulegt nokk,
hvort íslenska ríkið væri bótaskylt konunni fyrir að hafa ekki breytt landslögum
til samræmis við tilskipunina. Síðari spumingin virðist aðeins varða landsrétt á
Islandi og er vandséð hvaða erindi spuming um efni hans átti til EFTA-
dómstólsins. Dómstóllinn taldi tilskipunina fela í sér réttinn og taldi það einnig
verða lesið úr samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði að umrædd
bótaskylda væri fyrir hendi að vissum skilyrðum uppfylltum.
I dómi Hæstaréttar var talið að íslensku lagaákvæðin um þetta efni væru ekki
í samræmi við ákvæði umræddrar tilskipunar ráðherraráðsins. Væri þetta
misræmi verulegt að því er sneri að konunni. Um bótaskylduna taldi
Hæstiréttur að hafa bæri hliðsjón af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins ef
ekkert kæmi fram sem leiddi til þess að vikið yrði frá því áliti. Það væri hins
vegar samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar á valdi íslenskra dómstóla að skera úr
um hvort bótaábyrgð ríkisins nyti fullnægjandi lagastoðar að íslenskum rétti.
Það leiddi af 7. gr. EES-samningsins og bókun 35 við hann að hann fæli ekki í
sér framsal löggjafarvalds. Meginmál hans hefði hins vegar lagagildi hér á landi
og væri eðlilegt að lögin sem lögfestu samninginn væm skýrð svo að
einstaklingar ættu kröfu til þess að íslenskri löggjöf væri hagað til samræmis
við EES-reglur. Tækist það ekki, leiddi það af lögunum og meginreglum og
markmiðum EES-samningsins, að ríkið yrði skaðabótaskylt að íslenskum rétti.
Að þessu virtu, svo og aðdraganda og tilgangi laga nr. 2/1993 um Evrópska
efnahagssvæðið, var skaðabótaábyrgð rrkisins vegna ófullnægjandi lögfestingar
tilskipunarinnar talin fá næga stoð í þeim lögum. Hefði ríkið í verulegum mæli
brugðist þeirri skyldu að tryggja konunni réttindi til greiðslu úr Ábyrgðarsjóði
launa við gjaldþrot að íslenskum rétti, svo sem því hefði borið. Bæri íslenska
ríkið skaðabótaábyrgð gagnvart konunni vegna þessara mistaka.
I stuttu máli má segja að í þessum dómi felist að íslenska ríkið verði bóta-
skylt að innanlandsrétti ef löggjafinn samræmir ekki íslenska löggjöf ákvæðum
tilskipana á hinu Evrópska efnahagssvæði sem ekki hafa verið lögfestar hér
með stjómskipulegum hætti. Þetta er byggt á því að lögfest hafi verið regla sem
mæli fyrir um þetta í sjálfu meginmáli EES-samningsins, sem veitt var lagagildi
með 2. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta er að vísu hvergi
sagt berum orðum í samningnum, en dregið af markmiðsyfirlýsingum í inn-
146