Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 79
gangi hans. Dómurinn byggir á því að íslensk lagaákvæði um réttinn til greiðslu
launa við gjaldþrot væru alveg skýr um það tilvik sem málið fjallaði. Rétturinn
væri ekki til staðar. Samt er stefnanda málsins dæmdur þessi réttur. Af dóm-
inum hlýtur að verða ráðið að lög sem Alþingi setti á morgun, með nákvæmlega
sama efni og áður, myndu ekki ráða réttarstöðu manna. Hún myndi ráðast sem
fyrr af evrópureglunni. Ennfremur hlýtur þessi niðurstaða að fela það í sér að
íslenska ríkið yrði skaðabótaskylt að landsrétti ef réttur manna til ríkisábyrgðar
á launum við gjaldþrot yrði aukinn á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins án
þess að sambærileg regla yrði lögfest hér á landi. f aðferðafræði dómsins felst
að íslenski löggjafinn, Alþingi, hafi við setningu laga nr. 2/1993 ákveðið á
bindandi hátt að hendur þess sama löggjafa skyldu í framtíðinni verða bundnar
með þeim hætti að ekki megi setja lög í landinu í andstöðu við tilskipanir efna-
hagssvæðisins. Ég fæ ekki betur séð en þessi niðurstaða hljóti að teljast fjar-
stæðukennd. Löggjafinn getur ekki bundið hendur sjálfs sín um lagasetningu
framtíðarinnar. Með því eru þeir þingmenn sem nú sitja að takmarka meðferð
lagasetningarvalds í hendi þeirra sem á eftir þeim koma. Til þess hafa þeir
ekkert vald. Það er eins augljóst og hugsast getur að í dóminum felst að lög-
gjafarvaldið teljist hafa verið framselt til stofnana hins Evrópska efnahags-
svæðis þegar ísland gerðist aðili að því. Þessi raunverulega niðurstaða dómsins
verður ekki réttlætt með einhverjum orðum í forsendum hans um að löggjafar-
vald hafi ekki verið framselt. Þau orð virðast aðeins vera einhvers konar tilraun
til að fela hina raunverulegu niðurstöðu sem felst í þessum dómi. I raun og veru
felur dómurinn í sér fráhvarf frá hefðbundnum aðferðum við meðferð réttar-
heimilda án þess að nokkur viðhlítandi skýring sé gefin á forsendum fyrir því
háttalagi. Meðan svo stendur kalla ég þetta lausung í lagaframkvæmd.
3.3 Glaðbeittar skýringar á jafnræðisreglu
í þriðja lagi nefni ég það hér til sögunnar að í íslenskri lögfræði, og raunar í
almennum umræðum um þjóðmál undanfarið, hafa sést mjög glaðbeittar skýr-
ingar á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Eins og kunnugt er kom þetta
ákvæði nýtt inn í stjómarskrána með 3. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, þó
að ljóst hafi verið að viðlíka ólögfest regla hafi fram að því verið talin ein helsta
undirstaðan í íslenskri stjómskipan, eins og komist var að orði í athugasemdum
með frumvarpinu að stjómskipunarlögunum 1995. Svo er að sjá sem einhverjir
telji að með þessu ákvæði hafi verið lögleidd einhvers konar jafnaðarstefna sem
banni að réttur manna til lífsgæða, sem lög fjalli um, megi vera misjafn. Þetta
er auðvitað fráleitt sjónarmið. Með lögum er sífellt verið að mismuna mönnum.
Reglur laga um almannatryggingar kveða t.d. á um að sumir menn skuli eiga
rétt á fjárframlögum samkvæmt lögunum en aðrir ekki. Þetta stenst auðvitað ef
réttur manna til slíkra framlaga er byggður á málefnalegum forsendum og allir
sem eins stendur á um í því málefni, sem um ræðir, eru látnir njóta sama réttar.
Fjölmörg lagaákvæði önnur mætti nefna sem sama marki eru brennd. í jafn-
ræðisreglunni getur ekki falist annað og meira en að mismunandi réttarstaða
147