Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 13
Davíð Oddsson lauk embœttisprófi frá
lagadeild Háskóla Islands 1976. Hann var
skrifstofustjóri og síðar framkvœmdastjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976-1982,
borgarstjóri 1982-1991 og hefur verið
forsœtisráðherrafrá 30. apríl 1991.
Davíð Oddsson:
VALDHEIMILDIR LÖGGJAFANS OG
ÚRSKURÐARVALD DÓMSTÓLA1
EFNISYFIRLIT
1. INNGANGUR
2. ÚRSKURÐARVALD DÓMSTÓLA
3. VALDHEIMILDIR LÖGGJAFANS OG FJÁRSTJÓRN RÍKISINS
4. MANNRÉTTINDAÁKVÆÐIN - GRUNDVALLARBREYTING Á
STJÓRNSKIPUN RÍKISINS?
5. ER HLUTVERK DÓMSTÓLA AÐ BREYTAST?
6. NIÐURLAG
1. INNGANGUR
Síðastliðið haust efndi Lögfræðingafélag íslands til málþings um mörk lög-
gjafarvalds og dómsvalds undir yfirskriftinni: Er hlutverk dómstóla að breytast?
Þessi spuming kom vel á vondan, því það vill nefnilega svo til, að hún er ná-
kvæmlega hin sama og ég hafði sjálfur borið fram, upphátt og opinberlega,2
þegar dómur Hæstaréttar um tekjutryggingu öryrkja gekk í desembermánuði
árið 2000.3 Þá brá hins vegar svo við, að ég var úthrópaður fyrir uppátækið,
1 Grein þessi er byggð á erindi, sem flutt var á málþingi Lögfræðingafélags íslands 28. september
2001.
2 Viðtal við Davíð Oddsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu 21. desember 2000.
3 Dómur Hæstaréttar frá 19. desember 2000 í málinu nr. 125/2000 Tryggingastofnun ríkisins gegn
Öryrkjabandalagi íslands og gagnsök.
7