Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 16
jákvæð í þeim skilningi, að þau kalla á, að ríkið grípi til ákveðinna og oft mjög kostnaðarsamra aðgerða til að fylgja þeim eftir. Inntak slíkra réttinda hlýtur hins vegar mjög að stjómast af efnahagslegum aðstæðum í þjóðfélaginu á hverjum tíma og þeim fjármunum, sem þá era til ráðstöfunar. Og af þeim er aldrei nóg. Það eru og verða ær og kýr stjómmálanna að forgangsraða fjárveitingum, að velja og hafna og ákveða, hvaða þjóðlífs- þörfum er brýnast að mæta í það og það skiptið. Mat á því, hvernig þeirri köku er skipt, hlýtur að vera hjá þeim handhafa ríkisvalds, sem falin er fjárstjóm ríkisins, þ.e.a.s. löggjafanum. Og hvers vegna er hún þar, en ekki annars staðar? Handhöfn löggjafans á fjárstjóm ríkisins skýrist af áhrifum hennar, bæði á al- menning og á alla framkvæmdastjórn ríkisins, og þannig stendur hún í beinum tengslum við aðra grundvallarþætti lýðræðisskipulagsins. Sumir, þ. á m. Ólafur Jóhannesson fyrrurn forsætisráðherra og lagaprófessor, ganga jafnvel svo langt að segja að fjárstjórn þingsins sé nauðsynleg forsenda þingræðis.10 A sama hátt mætti þá einnig halda því fram, að fjárstjóm þess sé nauðsynleg forsenda lýðræðis. Hvað sem þeim vangaveltum líður, tel ég þó alltént óhætt að slá því föstu, að fjárstjórnarréttur þingsins mótar a.m.k. inntak beggja þessara hugtaka að verulegu leyti og tryggir, að völd og ábyrgð fari saman. Með nokkurri ein- földun má e.t.v. segja, að tenging fjárstjómarvaldsins við aðra þætti stjórn- skipulagsins birtist í því, að æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins - ríkis- stjórnin - bera á grundvelli þingræðisvenjunnar ábyrgð á framkvæmd fjárlaga gagnvart Alþingi, og á grundvelli lýðræðisskipulagsins stendur þingið almenn- ingi skil gjörða sinna með reglulegu millibili. Það gera dómstólar hins vegar ekki, og í því ljósi sést líklega hvað best, hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft fyrir allar forsendur lýðræðislegra stjómarhátta í þjóðfélaginu, þegar dómstólar taka sér engu að síður vald til að blanda sér á þennan hátt í fjárstjóm ríkisins, án þess að bera á nokkurn hátt ábyrgð á, að endar nái saman, eða á afkomu og tekjuöflun ríkissjóðs að öðru leyti. Um leið og þeir stíga það óheilla— og ég segi óheimila - spor, sökkva þeir sér á augabragði á bólakaf í skylmingar stjórnmálanna. Stjómmálamennimir taka sér á hinn bóginn vopn dómaranna í hendur og skylmast með lögum og allt ætlar um koll að keyra, eins og dæmin hafa sannað, þegar slíkar niðurstöður hafa komið úr Hæstai'étti, og umræða um landsins gagn og nauðsynjar fer öll í þennan fráleita farveg. Og það sýnir þó kannski best, hvað dómstólar em illa til þess fallnir að fara í fötin löggjafans og stjórna landinu, að setja þurfti heila nefnd sérfræðinga til að ráða í, hvaða þýðingu dómurinn um tekjutryggingu öryrkja raunverulega hafði og leggja á um viðbrögð við honum. Og á endanum varð niðurstaða hans ekki nema öðrum þræði byggð á lögfræðilegu mati, því 10 Ólafur Jóhannesson, bls. 301; Ásgeir Pétursson: „Um fjárlög“. tílfljótur. 1954, bls. 3. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.