Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 19
Orðtakið að hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi mun þá breytast í að hefna þess í Hæstarétti, sem hallaðist á Alþingi. Við þær aðstæður munu þing- menn vilja fá skýrari svör um inntak valdheimilda sinna. Mörgum er sjálfsagt í fersku minni bréfaskipti forseta Alþingis og Hæstaréttar í tilefni af öryrkja- málinu svonefnda.16 A þeim bréfaskiptum höfðu menn misjafnar skoðanir. Ég tel hins vegar, að þau hafi, eins og á stóð, verið fullkomlega eðlileg - og reyndar óhjákvæmileg - og spái því, að slíkum bréfaskiptum muni fjölga, ef dómstólar halda áfram á sömu braut, og þar kemur þá auðvitað sögu, að menn vilja fá svörin fyrirfram. Og þá er nærtækt, að menn spyrji sig, hvort það eigi áfram að vera hlutverk almennu dómstólanna að skera úr um stjómskipulegt gildi laga, eða á e.t.v. að færa það til sérstaks stjómlagadómstóls. Ég veitti því athygli, þegar slíkum hugmyndum var hreyft síðastliðinn vetur, að fáir fræðimenn urðu til að mæla þeirri leið bót, og töldu fremur skorta á, að lagafrumvörp sættu vandaðri og samræmdri athugun, áður en þau væru samþykkt, ýmist af stjóm- arráðinu sjálfu, eða á vettvangi Alþingis.17 Ég get út af fyrir sig tekið undir, að lítið stjómkerfí í fámennu landi ætti fremur að huga að því að styrkja þær stofnanir, sem fyrir era, til að rísa undir hlutverki sínu en að búa til nýjar, og hef meira að segja lýst mig reiðubúinn til að beita mér fyrir, að komið verði upp sérstakri lagaskrifstofu við stjómarráðið, til að fara með samræmdum hætti yfir frumvörp rrkisstjómarinnar og meta, hvort þau samræmist stjómarskrá.18 En á hverju eiga sérfræðingar á slíkri skrifstofu að byggja ráðgjöf sína, ef mat dóm- stóla á lögunum er ekki orðið nema öðmm þræði lögfræðilegt? Ég er hræddur um, að slík skrifstofa yrði þá betur skipuð spákonum og félagsfræðingum en lögfræðingum. 6. NIÐURLAG Á Alþingi var nýlega beint til mín fyrirspum um, hvort ég hygðist beita mér fyrir endurskoðun stjómarskrárinnar, og ef svo, hvaða atriði hennar ég teldi þá helst þörf á að endurskoða.19 í svari mínu lýsti ég því m.a. yfir, sem e.t.v. er ástæða til að ítreka hér, að ég teldi ekki brýna þörf á að endurskoða mann- réttindaákvæði stjómarskrárinnar, fyrr en af þeim hefði fengist meiri reynsla, og líklega væri miklu fremur ástæða til að hrófla ekki við þeim, meðan dómstólar væm að fóta sig á þýðingu þeirra og forsendum, og vonandi ná þar fótfestu, eftir því sem fram líða tímar.20 Á hinn bóginn lýsti ég mig reiðubúinn til samstarfs um endurskoðun ýmissa annarra atriða hennar.21 Ákvæði stjómarskrárinnar um dómsvaldið era t.a.m. 16 Alþt. B 2000-2001, dálk. 3641-3642. 17 Viðtöl í Morgunblaðinu 3. febrúar 2001. 18 Alþt. B 1999-2000, dálk. 3938; Alþt. B 2000-2001, dálk. 4102-4103. 19 Alþt. A 2000-2001, bls. 2910. 20 Alþt. B 2000-2001, dálk. 4287. 21 Alþt. B 2000-2001, dálk. 4287, 4289. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.