Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 20
helst til fátækleg og margt mætti orða þar með nútímalegri og greinarbetri hætti,
einkum og sér í lagi þyrfti að skoða það, sem þar eru engin ákvæði um, en það
er úrskurðarvald dómstólanna um stjómskipulegt gildi laga. Ég tel hins vegar
óþarfa að setja með beinum orðum í stjómarskrána, að dómstólar setji ekki lög,
því það liggur svo í augum uppi, að það væri óviðeigandi gagnvart stjómar-
skránni að taka það fram. Enda tel ég, að enn sem komið er muni sá íslenski
dómari vandfundinn, sem fylgir þeirri skoðun, að dómstólar setji lög. Og ætla
má, fari svo, að dómarar framtíðarinnar teldu sig hafa hlotið guðlegt vald til að
setja lög, sem hvergi væri þó stafur fyrir, kynnu þeir einnig að telja, að þeir
gætu sett ný stjómarskrárákvæði, ef svo bæri undir. Eða hver er munurinn, þeg-
ar glöggt er skoðað?
14