Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 33
3. geymslu á lausafjármunum, 4. ráðgjafarþjónustu sem veitt er í tengslum við 2. tl. Með þjónustu er átt við heildarframlag seljanda sem honum ber greiðsla fyrir. Með neytanda er átt við einstakling sem er kaupandi þjónustu og kaupin eru ekki í atvinnuskyni eða í tengslum við starf hans. I 2. gr. laganna segir að lögin eigi ekki við um: 1. smíði á hlut þegar sá á að leggja til efni sem hlutinn býr til og um er að ræða kaup í skilningi laga um lausafjárkaup, 2. samsetningar, smíði eða annars konar vinnu sem seljandi þjónustu innir af hendi og er liður í samningi hans og neytanda um kaup í skilningi laga um lausafjárkaup, 3. úrbætur á göllum sem seljandi gerir eða lætur gera á grundvelli laga um lausafjár- kaup, 4. vinnu við eða geymslu á lifandi dýrum.2-"’ 7. SAMNINGAR OG VIÐSKIPTAVENJUR Ákvæði kpl. eiga ekki við þegar annað leiðir af samningi, fastri venju milli aðila, viðskiptavenju eða annarri venju sem telja verður bindandi í millum aðila, sbr. 3. gr. kpl. Lögin eru því frávíkjanleg eins og eldri lög. Það gildir þó ekki að meginstefnu til um neytendakaup eins og nánar verður rakið síðar.26 Ákvæði kpl. vrkja samkvæmt framansögðu fyrir því sem leiðir af samningi aðila og þá ekki einungis fyrir því sem berum orðum er kveðið á um í samningi heldur líka fyrir því sem eftir atvikum má ætla að hafi verið gengið út frá við samningsgerðina. Einnig er til í dæminu að aðilar komi sér saman um nýja skil- mála eftir að til samnings hefur stofnast. Víkja þá ákvæði laganna einnig fyrir slíkum síðari samningsskilmálum og forsendum þeirra. Aðilar geta á hinn bóg- inn ekki samið um hvað sem er í skiptum sínum. Samningsfrelsi þeirra tak- 25 í 3. málsl. 1. gr. frv. til laga um fasteignakaup segir að þau gildi enn fremur um kaup á fasteign þegar seljandi á að annast smíði hennar í heild eða að hluta og kaupandi leggur ekki til verulegan hluta efnis til smíðinnar. f skýringum við 1. gr. frumvarpsins segir að þetta ákvæði lúti að mörkum fasteignakaupa og verksamninga en þau geti verið óljós. Um verksamninga hafi ekki gilt sérstök lög á íslandi fyrr en við gildistöku laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Því næst er vikið að 2. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 42/2000 og afmörkun þeirra laga gagnvart lögum um lausafjárkaup. Þá segir að telja verði að sú afmörkun sem gerð sé á gildissviði laga um þjónustukaup samrýmist afmörkun á gildissviði þessa frumvarps eins og það sé ákvarðað í 1. gr. þess. í þessu felist að samningar kaup- enda við byggingaraðila um að byggja eign og afhenda hana kaupanda sem almennt teldust verk- samningar eigi að falla undir lög um fasteignakaup að því tilskildu að kaupandi leggi ekki til veru- legan hluta efnis. Gangi þessi afmörkun framar reglum laga um þjónustukaup ef gildissvið þeirra skarist við lög um fasteignakaup enda sé það í samræmi við skýringar í athugasemdum í frumvarpi til fyrmefndu laganna. 26 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 52. Um norskan rétt sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kjppsretten i et nptteskall, bls. 35. 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.