Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 35
umgengst, nema seljandinn hafi við samningsgerð hvorki vitað né mátt vita að hluturinn var keyptur í því skyni. 27 í rétti sumra rrkja hafa verið sett sérstök lög um neytendakaup. Sú leið var ekki valin, hvorki hér á landi né í Noregi, við setningu nýrra kaupalaga heldur er ákvæðum um neytendakaup skipað í almenn kaupalög. I sjálfu sér eru sér- reglur um neytendakaup ekki ýkja margar í kpl. og flestar reglur laganna eiga við hvort heldur um neytendakaup eða önnur kaup er að ræða. Það breytir hins vegar ekki því að í lögunum er skýr aðgreining milli neytendakaupa og annarra kaupa. Tilgangurinn með sérreglum um neytendakaup er einkum sá að vernda kaupanda sem stendur höllum fæti í samningssambandinu.28 í Sþ-sátt- málanum er vikið að neytendakaupum í 1. tl. 2. gr.29 Það er meginregla sam- kvæmt kpl. að ekki verður vikið frá ákvæðum laganna neytendum til tjóns. Sú regla kernur fram í 1. mgr. 4. gr. Hins vegar er gert ráð fyrir því í tilteknum ákvæðum laganna að ákvæðin um neytendakaup séu frávíkjanleg í ákveðnum tilvikum, sbr. 2. mgr. 11. gr„ 2. mgr. 22. gr„ 2. mgr. 30. gr„ 4. mgr. 41. gr„ 4. mgr. 67. gr. og 79. gr.30 Þar við bætist að stundum er ljóst af orðalagi einstakra ákvæða að þau eru frávíkjanleg. Sem dæmi um þetta má nefna ákvæði 8. gr. kpl. um viðbótarskyldu við sendingarkaup, ákvæði 1. mgr. 45. gr. um fjárhæð kaup- verðs og ákvæði 49. gr. um gjalddaga.31 27 f neytendakaupum er ekki unnt að semja um eða bera fyrir sig kjör sem eru kaupanda óhag- stæðari en leiða mundi af kpl., sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Kaup á kröfum og réttindum teljast ekki til neytendakaupa, sbr. 3. mgr. 4. gr. Það telst sala í atvinnustarfsemi þegar seljandinn eða um- boðsmaður hans koma fram sem atvinnumenn í viðkomandi starfsemi, sbr. 4. mgr. 4. gr. í 2. mgr. 5. gr. frv. til laga um fasteignakaup segir að ekki sé heimilt að víkja frá lögunum með samningi í neytendakaupum ef það yrði óhagstæðara fyrir kaupanda. í skýringum við 5. gr. segir að þessi skipan samrýmist ákvæðum nýrra laga um lausafjárkaup nr. 50/2000. Rök fyrir þessari skipan séu fyrst og fremst þau að einstaklingum sem kaupa íbúðarhúsnæði fyrir sig og sína af þeim sem selja þau sem hluta af atvinnustarfsemi sinni sé þörf á þeirri lágmarksvernd sem lögin veiti. Bannið gegn þvf að víkja frá lögunum með samningi taki einungis til þeirra tilvika þegar það yrði óhagstæðara fyrir kaupanda. í 6. gr. frv. er hugtakið neytendakaup skilgreint og er sú skilgreining í samræmi við skilgreiningu 2. mgr. 4. gr. laga nr. 50/2000 og samrýmist þeirri skil- greiningu á hugtakinu sem lögð hafi verið til grundvallar í íslenskum rétti a.m.k. síðustu 15 árin, þ.e. frá því að breyting var gerð á lögum nr. 7/1936 með lögum nr. 11/1986. Sjá Alþt. 2001- 2001, þskj. 291, bls. 28 og 29. 28 Sjá um norskan rétt Erling Selvig: Kjppsrett til studiebruk, bls. 51. 29 Þar segir að sáttmálinn gildi ekki um sölu vöru sem keypt er til persónulegra nota vegna fjöl- skyldu eða til heimilishalds nema seljandi á tímabilinu áður en eða þegar samningur var gerður hvorki vissi né mátti hafa vitað að varan var keypt til einhverra slíkra nota. 30 í 2. mgr. 11. gr. kpl. segir: „Ef söluhlut í neytendakaupum skal senda til kaupanda má, þrátt fyrir ákvæði 4. gr., semja um það að kaupandi greiði til viðbótar kaupverðinu kostoað vegna sendingarinnar". 31 í 1. mgr. 45. gr. segir: „Ef kaup eru gerð án þess að kaupverðið leiði af samningi skal kaupandi greiða fyrir söluhlut það gangverð sem er á sams konar hlutum, seldum við svipaðar aðstæður, við samningsgerðina, enda sé verðið ekki ósanngjamt. Ef ekki er um neitt slíkt gangverð að ræða skal kaupandi greiða það verð sem sanngjamt er miðað við eðli hlutar, gæði hans og atvik að öðm leyti“. Um neytendakaup sjá nánar Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 53-54. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.