Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 36
Ákvæði 1. mgr. 4. gr. kpl. leggur ekki einungis bann við samningsskilmálum sem eru neytendum óhagstæðir heldur hindrar það einnig að seljandinn byggi t.d. á venju sem er kaupanda í neytendakaupum óhagstæðari en ákvæði laganna. Af ákvæðum greinarinnar leiðir því að heimilt er að semja um kjör sem eru neytendum hagstæðari en vera mundi samkvæmt lögunum. Fyrir þau réttindi sem kaupandi nýtur samkvæmt bindandi lagareglum verður hann þó ekki látinn greiða sérstaklega. Hins vegar má gegn gjaldi falla frá löglegum fyrirvara, t.d. fyrirvara þess efnis að hlutur sé seldur „í því ástandi, sem hann er“. Kaupalögin sjálf skilgreina hvaða kaup teljist til neytendakaupa í skilningi þeirra laga, sbr. 2. mgr. 4. gr. Af skilgreiningunni leiðir að sérhver kaup sem venjulegur neytandi gerir teljast ekki sjálfkrafa til neytendakaupa. í fyrsta lagi þarf seljandinn að hafa atvinnu sína af sölu og í öðru lagi þarf söluhlutur aðal- lega að vera ætlaður til persónulegra nota fyrir kaupandann, fjölskyldu hans, heimilisfólk eða þá sem hann umgengst. Að þýðingu þessara skilyrða verður nánar vikið hér á eftir en til skýringa skal þess getið að t.d. venjuleg jólainnkaup teljast til neytendakaupa. Hin hefðbundnu neytendakaup eru samkvæmt framansögðu kaup milli selj- anda sem hefur atvinnu sína af sölustarfsemi og viðskiptavinar um hlut til per- sónulegra nota fyrir hinn síðamefnda. Til neytendakaupa teljast því ekki inn- kaup af hálfu atvinnurekenda, opinberra stofnana, félaga og fyrirtækja af ýmsu tagi. Þá falla utan skilgreiningarinnar kaup einstaklings á hlutum til nota í at- vinnurekstri sínum, t.d. þegar smiður eða bóndi kaupir vél eða verkfæri til nota við vinnu sína. Hafa verður í huga að neytendakaup eru í eðli sínu ákaflega mismunandi enda eru þær vörur sem neytendur kaupa ólíkar og aðferðimar við samnings- gerðina mismunandi. Þannig má sem dæmi nefna annars vegar hluti til daglegra nota, t.d. matvörur og fatnað. Samningar um slíkar vörar era oftast munnlegir, gerðir með litlum fyrirvara og í þeim er sjaldnast tekin afstaða til annars en kaupverðsins. Þegar svo hagar til hafa ýmsar reglur kaupalaganna, t.d. um eig- inleika söluhlutar og vanefndaafleiðingar, mikla þýðingu í skiptum samnings- aðila. Hins vegar er um verðmætari hluti að ræða sem sjaldnar eru keyptir, t.d. eldavélar, uppþvottavélar, sjónvarp og útvarp. Algengt er að samningar um slík kaup séu skriflegir og á stöðluðu formi og reynir þá oft meira á reglur um túlkun samninga fremur en reglur kaupalaganna sjálfra. Þau lögfræðilegu álitaefni sem rísa í tengslum við slík kaup geta því eðli málsins samkvæmt verið af mjög ólíkum toga. 8.2 Sölustarfsemi sé atvinna seljanda í 2. mgr. 4. gr. kpl. er sem fyrr segir skilgreint hvaða kaup teljast til neyt- endakaupa. í skilgreiningunni kemur í fyrsta lagi fram að seljandinn þarf að hafa sölustarfsemi að atvinnu svo að um neytendakaup geti verið að ræða. Af því leiðir að innbyrðis sala milli neytenda telst ekki vera neytendakaup í skiln- 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.