Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 37
ingi laganna. Á hinn bóginn skiptir ekki máli hvort umsvif seljanda eru lítil eða mikil eða hver er tilgangur hans með sölustarfseminni. Af þeim sökum útilokar það ekki að um neytendakaup geti verið að ræða þótt arður af sölustarfsemi skuli renna til viðskiptamanna eða til einhverra góðgerðamála.32 8.3 Persónuleg not kaupanda í öðru lagi er áskilið í 2. mgr. 4. gr. kpl. að um persónuleg not sé að ræða fyrir kaupandann, fjölskyldu hans, heimilisfólk eða þá sem hann umgengst. Orðasambandið ber að túlka rúmum skilningi. Þannig munu t.d. þar undir falla hlutir sem keyptir eru til tækifærisgjafa. Einnig hlutir sem t.d. nemendafélög, húsfélög og ýmis almenn félög kaupa til persónulegra nota fyrir félagsmenn sína. Sú staðreynd að fleiri en einn einstaklingur skipuleggja sameiginleg inn- kaup útilokar ekki að um neytendakaup sé að ræða ef tilgangur kaupanna er persónuleg not. Yfirleitt má þó segja að því stærri sem þau samtök eru sem að innkaupum standa þeim mun meiri líkur eru til þess að kaupin fái á sig blæ kaupa í atvinnustarfsemi. Vera má einnig að hlutur sé að nokkru leyti keyptur til persónulegra nota en að öðru leyti til atvinnurekstrar. Dæmi um það er þegar keypt er bifreið sem kaupandi hyggst að sumu leyti nota persónulega en að öðru leyti við atvinnustarfsemi sína. Hér verður að leggja til grundvallar hver er aðaltilgangur kaupanna. Ef hann er aðallega sá að kaupa bifreið til persónulegra nota verður að telja að um neytendakaup sé að ræða og öfugt. Akstur bifreiðar til og frá vinnu telst til persónulegra nota í þessu sambandi.33 8.4 Þýðing vitneskju seljanda Fram kemur í 2. mgr. 4. gr. kpl. að jafnvel þótt kaup falli undir skilgreining- una á neytendakaupum er þó ekki unnt að líta á þau sem slík ef seljandi hvorki vissi né gat vitað að kaupin hefðu slíkan tilgang þá er þau gerðust. Rétt er þó að leggja á það áherslu að ákvæðið felur ekki í sér reglu um sönnunarbyrði. Eigi að síður gefur orðalagið vísbendingu um að það er seljandinn sem ber sönnun- arbyrðina þegar sú spuming vaknar hvort hann vissi ekki eða mátti ekki vita um tilgang kaupanda. Við mat á vitneskju seljanda hefur það þýðingu um hvers konar hlut var að ræða og hver kaupandinn var. Ef t.d. kaupmaður kaupir skrif- stofuhúsgögn án þess að upplýsa að hann ætli að nota þau heima hjá sér til per- sónulegra nota myndu kaupin að öllu jöfnu falla utan neytendakaupa.34 32 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 53. Um norskan rétt sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kj0psretten i et nptteskall, bls. 41. 33 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 53. Um norskan rétt sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kjppsretten i et nptteskall, bls. 40-41. 34 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 53-54. Um norskan rétt sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kjpps- retten i et nptteskall, bls. 40. 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.