Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 39
Sþ-sáttmálans í íslenskan rétt.36 í framangreindu felst að þrátt fyrir ákvæði 5. gr. er óhjákvæmilegt að í kpl. séu sérákvæði sem einungis gilda í alþjóðlegum kaupum. Þær sérreglur eru eins og áður segir í XV. kafla laganna og í einstökum ákvæðum annarra kafla. Á hið síðamefnda einkum við um 26. gr., 4. mgr. 27. gr., 2. mgr. 40., 4. mgr. 54., 2. mgr. 66. gr. og 3. mgr. 70. gr. laganna.37 í XV. kafla eru endurteknar nokkrar reglur Sþ-sáttmálans. Má í raun segja að þar sé um að ræða beina lögleiðingu viðkomandi ákvæða. Á það að hluta til við um ákveðnar gmndvallarreglur sáttmálans einkum ákvæði 88.-94. gr. sem að því er alþjóðleg kaup varðar koma til viðbótar reglum þeirra kafla sem á undan koma. Að hluta til em í kaflanum sérreglur sem víkja frá reglum annarra kafla laganna og á það einkum við um ákvæði 96. og 97. gr. Að öðm leyti er um ýmis ákvæði að ræða sem hafa minni þýðingu. Nokkrar af þeim sérreglum sem hér koma fram em í samræmi við almennar reglur og réttarvitund á þessu sviði þannig að í framkvæmd gilda að mestu sömu reglur um þjóðleg og norræn kaup, sbr. t.d. ákvæði 89. og 90. gr.38 Vissar reglur Sþ-sáttmálans er ekki nauðsynlegt að endurtaka í lögunum í heild þar sem þær má leiða af ýmsum öðmm reglum laganna. Sem dæmi um slíkar reglur má t.d. nefna ákvæði 4., 5., 28. og 30. gr., 3. mgr. 45. gr., 53. og 59. gr., 3. mgr. 61. gr. og 80. og 83. gr. Þá ber þess og að geta að norrænu þjóð- imar hafa ekki gerast aðilar að II. kafla Sþ-sáttmálans um samningsgerð og eru reglur hans þar að lútandi því ekki endurteknar í kpl.39 9.2 Hugtakið alþjóðleg kaup Skilgreiningu á hugtakinu alþjóðleg kaup er að finna í 87. gr. kpl. en sú grein svarar til 1. gr. Sþ-sáttmálans.40 Með alþjóðlegum kaupum er átt við kaup milli aðila sem hafa atvinnustöð hver í sínu ríki enda komi þetta fram í samningi, leiði af fyrri viðskiptum aðila eða megi ráða af upplýsingum sem þeir hafa veitt áður eða á þeim tíma er kaup voru gerð. f lagagreininni er á einfaldan hátt endurtekin regla 1. gr. Sþ-sáttmálans. Skilgreiningin afmarkar gildissvið sér- reglna um alþjóðleg kaup og á það sérstaklega við um XV. kafla, sbr. og 5. gr. 36 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Gildistaka nýrra kaupalaga hinn 1. júní 2001“, bls. 54. 37 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54. 38 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 174. 39 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 174. 40 f 1. gr. Sþ-sáttmálans segir: „1. Sáttmáli þessi gildir um samninga um sölu á vöru milli aðila sem hafa starfsstofur í mismunandi ríkjum: 1. þegar ríkin eru samningsríki; eða 2. þegar reglur alþjóð- legs einkamálaréttar leiða til þess að beita skuli löggjöf samningsríkis. 2. Litið skal fram hjá því þótt aðilar séu með starfsstofur í mismunandi ríkjum þegar slíkt kemur ekki fram í samningnum sjálfum eða í viðskiptum þeirra f milli eða í upplýsingum sem aðilar hafa látið f té einhvem tímann áður en eða þegar samningurinn var gerður. 3. Hvorki skal taka tillit til þjóðemis aðila né þjóðfé- lagslegrar eða viðskiptalegrar stöðu aðila eða samnings við ákvörðun um hvort sáttmáli þessi eigi við“. 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.