Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 40
Til þess að um alþjóðleg kaup geti verið að ræða þurfa aðilar að hafa at- vinnustöð í mismunandi ríkjum. Lögunum verður því ekki. án þess að annað og meira komi til, beitt um réttarsamband tveggja aðila sem búa í sama er- lenda ríkinu. Ef þeir hafa samt sem áður samið svo að íslenskum lögum skuli beita um samband þeirra fer það eftir túlkun samnings þeirra, og atvikum að öðru leyti, hvort það eru reglumar um þjóðleg eða alþjóðleg kaup sem beita skal. Að öðru leyti felst það í ákvæðum 87. gr. að reglum laganna um alþjóðleg kaup ber að beita þótt einn samningsaðilanna eigi heima í erlendu ríki sem ekki er aðili Sþ-sáttmálans. í því felst að leiði samningur aðila eða reglur alþjóðlegs einkamálaréttar til þess að íslenskum lögum beri að beita um kaup milli aðila hvers í sínu rxki eru það reglur laganna um alþjóðleg kaup sem beita ber.41 Ef reglur alþjóðlegs einkamálaréttar leiða til þess að beita ber íslenskum lagareglum um álitaefni sem varða alþjóðleg kaup eru það reglur Sþ-sáttmálans eins og þær em endursagðar í lögunum sem ber að beita. Þetta er afleiðing þess að reglur Sþ-sáttmálans voni leiddar í íslenskan rétt með aðlögun og gildir þetta hvort heldur sem mál er dæmt af íslenskum eða erlendum dómstól. 9.3 Undantekning varðandi norrænan rétt Samkvæmt 94. gr. Sþ-sáttmálans er samningsríkjum sem hafa svipaðai' reglur í landsrétti sínum heimilt að ákveða að Sþ-sáttmálinn skuli ekki gilda um kaup milli aðila í þeim ríkjum.42 Með vísan til þessa er undantekning í 2. mgr. 5. gr. kpl. að því er varðar norræn kaup. Þar segir að sérreglur um alþjóðleg kaup gildi ekki í kaupum þegar seljandinn hefur atvinnustöð sína í Danmörku, Finnlandi, á Islandi, í Noregi eða Svíþjóð og kaupandinn hefur atvinnustöð sína í einhverju þessara landa (norræn kaup). Akvæði íslensku kpl. eru svo lík ákvæðum í kaupalögum annarra norrænna ríkja að líta verður svo á að skilyrðum 94. gr. Sþ-sáttmálans sé fullnægt að þessu leyti. Afstaða Dana, Finna, Norðmanna og Svía til þessa er hin sama. 41 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 174-175. Um norskan rétt sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kj0ps- retten i et nptteskall. bls. 40, og Eriing Selvig: Kjppsrett til studiebruk, bls. 143-144. 42 I 94. gr. Sþ-sáttmálans segir: „1. Tvö eða fleiri samningsríki sem hafa sömu eða nátengda lög- gjöf um efni það er sáttmáli þessi fjallar um geta hvenær sem er lýst yfír því að sáttmálinn eigi ekki að gilda um samninga um sölu eða gerð þeirra í þeim ríkjum þar sem aðilar hafa starfsstofu. Slfkar yfirlýsingar geta verið sameiginlegar eða samkvæmt gagnkvæmum einhliða yfirlýsingum. 2. Samningsríki sem hefur sömu eða nátengda löggjöf um efni það er sáttmáli þessi fjallar um og ríki, eitt eða fteiri, sem ekki eru samningsríki, geta hvenær sem er lýst því yfír að sáttmálinn eigi ekki að gilda um samninga um sölu eða gerð þeirra þegar aðilar hafa starfsstofur sínar í þessum ríkjum. 3. Ef ríki sem er aðili að yfírlýsingu samkvæmt næstu málsgrein á undan verður sfðar samningsríki mun slík yfírlýsing sem það átti aðild að hafa sömu réttaráhrif varðandi það ríki og yfirlýsing skv. 1. mgr. frá þeim degi er sáttmálinn gengur í gildi varðandi hið nýja samningsríki að því tilskildu að hið nýja samningsríki eigi aðild að slíkri yfírlýsingu eða gefi út gagnkvæma einhliða yfirlýsingu“. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.