Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 43
samkvæmt lögum dómstólslandsins. Segir í 3. mgr. að um kröfu um beinar efndir sem ákvarða skuli hér á landi eða á grundvelli íslenskra réttarreglna gildi ávallt ákvæði laganna, sbr. 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.50 Ákvæði 28. gr. Sþ-sáttmálans má skilja á þann veg að um réttinn til að krefj- ast efnda in natura skuli fara eftir þjóðlegum reglum. Dómstól er því í alþjóð- legum kaupum ekki heimilt að veita dóm um efndir in natura í víðtækari mæli en heimilt er samkvæmt þjóðlegum reglum. Var þetta sjónarmið lagt til grund- vallar við framsetningu 3. mgr. 88. gr. kpl. Meginsjónarmið kpl. er það að unnt er að krefjast efnda in natura en á þeim rétti eru eigi að síður nokkrar takmarkanir. Sjá einkum ákvæði 22., 23., 30., 34. og 51. gr., 1. mgr. 52. gr. og einnig 53. gr. Regla 3. mgr. 88. gr. hefur fyrst og fremst þýðingu að því er varðar réttinn til að krefjast afhendingar, sbr. 22. og 23. gr., úrbóta, sbr. 34. gr., greiðslu kaupverðsins, sbr. 1. mgr. 51. og 1. mgr. 52. gr. Einnig að því er varðar skyldu kaupanda til að stuðla að efndum, sbr. ákvæði 53. gr. laganna. Það sjónarmið býr m.a. að baki ákvæði 3. mgr. 88. gr. að oft getur verið sann- gjarnt og jafnvel nauðsynlegt að hafna kröfu um efndir in natura. Á það sér- staklega við þegar slíkri kröfu verður annaðhvort ekki við komið eða hún mundi hafa í för með sér óhæfilegan kostnað eða vandkvæði. 51 10. EINSTAKLEGA ÁKVEÐIN KAUP OG TEGUNDARKAUP Þegar um einstaklega ákveðin kaup er að ræða skuldbindur seljandi sig til þess að láta af hendi einhvem nánar tilgreindan hlut. Ef seljandi afhendir ann- an hlut í hans stað án samþykkis kaupanda er um vanefnd að ræða á viðkomandi kaupsamningi. Um tegundarkaup er hins vegar að ræða þegar hið selda er ákveðið eftir tegund. Seljandi skuldbindur sig þá til að afhenda einn eða fleiri hluti af vissri tegund eða ákveðið magn af vissri vömtegund. í lögum nr. 39/1922 um lausafjárkaup var víða gerður greinarmunur á ein- staklega ákveðnum kaupum og tegundarkaupum, m.a. að því er skaðabætur varð- ar. Telja verður að þau rök sem á sínum tíma lágu til grundvallar þessari að- greiningu eigi ekki lengur við og því er í lögum nr. 50/2000 frá því horfið að gera þennan mun í lögum. Aðgreiningin getur þó haft þýðingu í einstökum tilvikum. 50 í 28. gr. Sþ-sáttmálans segir: „Ef annar aðili getur samkvæmt ákvæðum sáttmála þessa krafist þess að gagnaðili efni einhverja samningsskyldu sína þá er dómstóll ekki skyldur að dæma um sér- staka samningsskyldu, nema dómurinn myndi dæma samkvæmt eigin innlendri löggjöf um sams konar samning um sölu sem sáttmálinn nær ekki yfir“. í enska texta sáttmálans er þetta orðað svo: „If, in accordance with the provisions of this Convention, one party is entitled to require perfor- mance of any obligation by the other party, a court is not bound to enter a judgment for specific performance unless the court would do so under its own law in respect of similar contracts of sale not govemed by this Convention". í íslensku þýðingunni er hugtakið specific performance þýtt sem sérstök samningsskylda og er álitamál hversu vel hefur þar tekist til. 51 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 175. Sjá að öðm leyti um efndir in natura samkvæmt nýjum kpl. Þorgeir Örlygsson: „Efndir in natura". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti, 50. árg. 2000, bls. 285-367. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.