Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 47
lýðsfélögum er ætlað að sinna en þar segir: „Stéttarfélög eru lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafí félagið [leturbreyting mín] í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra mál- efna“. Löng hefð er fyrir því að verkalýðsfélögin sinni margþættu félagslegu hlutverki öðru en því að semja um kaupið eitt eins og endurspeglast 1. mgr. 5. gr. 1. nr. 80/1938 sem áður er vitnað til. T.d. hafa verkalýðsfélögin frá upphafi talið lífeyrismál, húsnæðismál, almannatryggingamál, orlofsheimilamál, örygg- is- og vinnuvemdarmál, menningarmál, menntamál og sjúkratryggingar falla undir verksvið sitt. Þetta kemur m.a. fram í greinargerð með lögum nr. 80/1938 þar sem öryggi á vinnustöðum, hámarksvinnutími o.fl. er flokkað með réttind- um verkafólks.3 Til þess að sinna þessum hlutverkum er verkalýðsfélögum m.a. talið heimilt að safna sjóðum og ráðstafa þeim en í fmmbernsku verkalýðs- hreyfingarinnar við lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar var sá réttur víða um- deildur.4 Hér á íslandi hefur réttur til sjóðssöfnunar og ráðstöfunar þeirra til fé- lagslegra málefna ekki verið umdeildur og ber starfsemi verkalýðshreyfingar- innar þess skýr merki. Nægir þar að vísa til þjónustu verkalýðsfélaganna við einstaka félagsmenn hvað varðar ráðningarsamninga þeirra og einstaklings- bundin réttindi á vinnustað og til reksturs sjúkra- og orlofsheimilasjóða. Þetta birtist þó ekki síst í rekstri öflugra söfnunarlífeyrissjóða sem jöfnum höndum greiða ellilífeyri, örorkulífeyri, makalífeyri og bamalífeyri og mynda órjúfan- legan hluta af félagslegu öryggiskerfi verkafólks og samfélagsins í heild. 3. NÚNINGSFLETIRNIR Til þess að standa undir þeirri starfsemi sem að framan er lýst greiðir launa- fólk félagsgjöld til verkalýðsfélaganna og atvinnurekendur greiða gjöld vegna starfsmanna sinna til ýmissa sjóða sem félögin varðveita og ráðstafa úr. Gjöldin sjálf og innheimta þeirra er varin í kjarasamningum og lögum og verkalýðsfé- lögin öðlast beinan og greiðan aðgang að stómm og skipulögðum hópi félags- manna. Þessar staðreyndir hafa leitt og munu leiða til ágreinings um þau mark- mið verkalýðsfélaga sem ekki eru hefð- eða lögbundin og starf þeirra til að ná þeim markmiðum. Þegar saman fer skylduaðild að tilteknum þáttum í starfsemi verkalýðsfélaga og sjóðssöfnun, t.d. að lífeyrissjóðum þeirra, kallar það fram viðbrögð, lög og eftirlit af hálfu stjórnvalda og dómstóla þar sem um nokkra sérstöðu er að ræða og þar sem mikilvægra opinberra hagsmuna getur verið að gæta. Á allra síðustu áratugum hefur verkalýðshreyfingin byggt upp öflugt líf- eyris- og tryggingakerfi. í því hefur falist söfnun mikilla fjármuna5 sem verka- 3 Álit vinnulöggjafamefndar ásamt frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur. Atvinnumálaráðu- neytið, Reykjavík 1938, bls. 5. 4 Sjá t.d. málið: Amalgamated Society of Railway Servants gegn Osbome (1910) A.C. 87. 5 í árslok 1996 nam hrein eign lt'feyrissjóðanna 60% af vergri landsframleiðslu og er áætluð 150% af vergri landsframleiðslu á árinu 2040. Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam í árslok 1997 352.7 ma. kr. Sjá m.a. „Lífeyrissjóðir". Skýrsla Seðlabanka íslands. Reykjavfk 1998. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.