Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Síða 51
sem launafólks eða ekki. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kaup á heimilishóptryggingu væri ekki aðalmarkmið heldur aukamarkmið og ógilti ákvörðun sambandsins hvað varðaði þá þrjá einstaklinga sem málið sóttu. Að öðru leyti stóð ákvörðun meirihlutans óröskuð. Einn dómaranna, Terje Wold, skilaði sératkvæði og komst að gagnstæðri niðurstöðu.11 Hann vildi byggja á meginreglunni um frelsi allra félagasamtaka til þess að taka ákvarðanir í eigin málum og ráða þeim til lykta með bindandi meirihlutaákvörðun. Hann byggði jafnframt á þeirri meginreglu að félögin sjálf hefðu síðasta orðið um túlkun á eigin lögum og samþykktum þar á meðal hvort kaup á heimilishóptryggingum rúmuðust innan markmiða þeirra eða ekki. 4.2.2 Svíþjóð Samskonar ágreiningur kom upp í Svíþjóð á árinu 1981 og var dæmt um hann í Hæstarétti Svíþjóðar 1987.12 Að því máli átti sænska rafiðnaðarsam- bandið aðild. Málið var dæmt á þremur dómstigum. Á tveimur fyrri tapaði raf- iðnaðarsambandið en í Hæstarétti var niðurstöðu fyrri dómstiga snúið við. Öf- ugt við Hæstarétt Noregs komst Hæstiréttur Svíþjóðar að þeirri niðurstöðu að meirihluti félagsmanna gæti ákveðið að kaupa heimilishóptryggingu fyrir alla sína félagsmenn. Á fyrri tveimur dómstigunum var byggt á því að tryggingakaupin rúmuðust ekki innan aðalmarkmiða sambandsins. Hæstiréttur taldi þau hins vegar gera það m.a. með vísan til þess að lög og markmið verkalýðsfélaganna yrði að túlka í samræmi við samfélagsþróun hverju sinni. Heimilishóptryggingin væri vissu- lega í sambandi við stöðu félagsmanna sem launafólks þar sem hún bætti efna- hag þeirra. Tiltölulega litlir hagsmunir einstakra félagsmanna vægju ekki nógu mikið á móti því sjónarmiði. Rétt er að taka fram að áður en dómur gekk í Hæstarétti hafði rafiðnaðarsambandið tekið ákvörðun um að einstakir félags- menn gætu sagt sig frá heimilishóptryggingunni. Þessi sænski dómur hefur líkt og sá norski verið harðlega gagnrýndur. Báðir byggja á því að dómstólum sé heimilt að túlka lög og samþykktir verkalýðs- félaganna og sambanda þeirra en í því felst óneitanlega talsverð skerðing á frelsi þeirra og meiri skerðing en gilda myndi um önnur félög.13 4.2.3 ísland íslenskir dómstólar hafa ekki tekið á ágreiningi líkum þeim sem fjallað er um hér að framan. í nokkrum dómum Félagsdóms hefur hins vegar verið vikið að 11 Nordisk Domsamling 1967, bls. 540. 12 Högsta Domstolens Dom 6. maj 1987. Málið nr. T 19/86, Svenska Elektrikerförbundet gegn Henrik Andersen, B. Jerry Johansson, Bengt Levin og Anders Bertil Myrman. 13 Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa niðurstöðu og rökleiðslu Hæstaréttar Svíþjóðar. Um gagn- stæð sjónarmið má m.a. vísa til skýrslu prófessors Onnu Christensen til sænsku neytendastofn- unarinnar frá árinu 1982: „Negativ avtalsbildning vid gruppforsakring som beslutas av facklig organisation". 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.