Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 53

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 53
stéttarfélaga, sem stefndi, Alþýðusamband íslands, hefur að markmiði skv. 4. gr. laga sinna, að fá í sambandið og halda þeim þar. Minnihluti dómsins kaus að túlka 2. gr. laga nr. 80/1938 þröngt og eftir orð- anna hljóðan þannig að ákvæðið um skyldu til þess að taka við félagsmönnum tæki einungis til grunneininganna, verkalýðsfélaganna, sem fara með hið eig- inlega vald innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði. Þannig áskildi minnihluti Félagsdóms verkalýðsfélögunum og samböndum þeirra meira frelsi til þess að ráða málefnum sínum sjálf heldur en meirihlutinn gerði. í dómsorði minnihlut- ans segir m.a.:17 Af lögum þessum er ljóst, að stéttarfélög og stéttarfélagasambönd eru algerlega sjálfráð um málefni sín nema í þeim tilvikum, þar sem lögin bjóða annað. Frekar virðist ekki heimilt að takmarka sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Ekki leikur vafi á því að meirihluti Félagsdóms skerti með þessum dómi frelsi ASÍ og þá um leið verkalýðsfélaganna með því að taka sér vald til þess að túlka lög og markmið þeirra andstætt löglega tekinni meirihlutaákvörðun.18 4.3 Niðurstaða Að sjálfsögðu er varasamt að draga mjög víðtækar ályktanir af orðalagi þeirra íslensku dóma sem reifaðir hafa verið. Flest bendir þó til að íslenskir dómstólar telji sér heimilt að meta og skilgreina markmið verkalýðsfélaganna. Þeir benda jafnframt til þess að hér á landi sé byggi íhlutunarréttur dómstóla í innri málefni verkalýðsfélaga og verkalýðshreyfingar á svipaðri aðgreiningu aðal- og aukamarkmiða og gert er á hinum Norðurlöndunum. í Ijósi þeirra ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem ísland er aðili að, og vernda félagafrelsið og verkalýðsfélög sérstaklega, og að teknu tilliti til þeirrar sér- stöku vemdar sem verkalýðsfélög njóta og þess fjölþætta hlutverks sem þau gegna verður þó að telja heimildir dómstóla í þessum efnum ákaflega takmark- aðar. 17 Dómar Félagsdóms. 5. bindi, bls. 102. Málið nr. 4/1961 LÍV gegn ASÍ. 18 Sjá einnig: Dómar Félagsdóms. 4. bindi, bls. 102. Málið nr. 1/1955 Vörubifreiðastjórafélag Borgarfjarðarsýslu gegn ASÍ f.h. Landssambands íslenskra sjálfseignarvörubifreiðastjóra o.fl. í þessu sambandi er rétt að geta dóms Hæstaréttar í málinu nr. 259/1997 (H 1998 718) Kristinn Sig- urjónsson gegn Lögmannafélagi íslands. Sá dómur hefur takmarkað gildi þegar fjallað er um réttar- stöðu félagsmanna verkalýðsfélaganna. Helgast það m.a. af þvf LMFI er ekki stéttarfélag í skilningi laga og að því er lögbundin skylduaðild. Félagið fer jafnframt með lögbundið hlutverk tengt réttindum málflutningsmanna, getur úrskurðað ágreining þeirra við viðskiptamenn sína um endur- gjald, veitt lögmönnum áminningar og úrskurðað þeim sektir. Um samanburðarhæfar forsendur er því ekki að ræða. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.