Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 54
5. ÍHLUTUNARRÉTTUR SAMKEPPNISYFIRVALDA 5.1 Inngangur Samkeppnislög (SKL) taka ekki til launa eða annarra starfskjara launafólks samkvæmt kjarasamningum, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra19. Þar segir: „Lögin taka ekki til launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum11. í greinargerð með lögunum er orðalag 2. mgr. 2. gr. skýrt þannig að SKL taki ekki til „starfskjara fyrir vinnu í þágu atvinnurekanda“.20 Starfsemi verkalýðs- félaga að bættum starfskjörum launafólks í þröngri merkingu þess hugtaks (starfskjör bundin við vinnusamband) er tvímælalaust starfsemi að aðalmark- miðum eins og þau hafa áður verið skýrð. Ljóst er að SKL taka ekki til þeirrar starfsemi verkalýðsfélaga sem falla myndi að skýrum aðalmarkmiðum þeirra. í hnotskurn undanþiggur 2. mgr. 2. gr. SKL því þá aðferð sem beitt er við gerð kjarasamninga, þ.e. samvinnu verkalýðsfélaga og samvinnu samtaka atvinnu- rekenda við gerð kjarasamninga og verðlagningu vinnunnar en slík samantekin ráð myndu ella falla m.a. undir bann 10. gr. SKL við „samstilltum aðgerðum“.21 Jafnframt eru ákvæði kjarasamninga um laun og önnur starfskjör undanþegin SKL og því gæti samkeppnisráð t.d. ekki gripið til aðgerða gegn ákvæðum kjarasamninga um það efni eins og t.d. banns eða nýrrar ákvörðunar á grund- velli 2. mgr. 17. gr. SKL.22 En hver er staðan þegar starfsemi að þessum skýru aðalmarkmiðum og starfskjörum sleppir? Hér á eftir verður stuttlega reynt að leita svars við því. Með kjarasamningum á vinnumarkaði hefur verið efnt til margskonar starf- semi og sjóðssöfnunar til þess að standa undir henni. Best þekkta dæmið um þetta er stofnun almennu lífeyrissjóðanna í kjarasamningunum 1969. Ný starf- semi og sjóðir eru enn að líta dagsins ljós, nú síðast í kjarasamningum 2000. Þá voru stofnaðir sérstakir starfsmenntasjóðir undir sameiginlegri stjórn verka- lýðsfélaganna og samtaka atvinnurekenda. Þessum sjóðum eru tryggðir tekju- stofnar, m.a. með ákveðnu hlutfalli af greiddum launum allra sem laun taka eftir 19 2. gr. 1. nr. 8/1993: „Lögin taka til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum. Lögin taka ekki til launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“. 20 Þessi ákvæði laganna og greinargerðarinnar ber að skilja þannig að ekki sé aðeins átt við kjara- samninga í þröngri merkingu heldur einnig einstaklingsbundna ráðningarsamninga. Sjá Axel Adlercreutz: „Arbetsretten og konkursretten“. Studier i arbetsrett tillagneda Tore Sigeman. Iustus Forlag, Uppsölum, 1993 bls. 13. 2110. gr. 1. nr. 8/1993: „Samningar og samþykktir, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja á sama sölustigi eru bannaðar þegar þær lúta að eða er ætlað að hafa áhrif á: a. verð, afslætti eða álagningu, b. skiptingu markaða eftir svæðum, eftir viðskipta- vinum eða eftir sölu og magni, c. gerð tilboða. Samvinna á sama sölustigi um leiðsögn við út- reikning á verði, afslætti og álagningu er bönnuð“. 22 2. mgr. 17. gr. 1. nr. 8/1993: „fhlutun getur falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyrði. Ihlutun getur m.a. falið í sér að samkeppnisráð grípi til ákvörðunar um verð og viðskipta- kjör einstakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa, enda verði að mati samkeppnisráðs ekki með öðru móti komið í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni í viðkontandi grein". 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.