Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 72
áður hefur komið fram getur reynt á gildi beggja samninganna í sama máli. Ef
gera ætti þeim reglum viðhlítandi skil væri það efni í heila bók. Hér verður því
aðeins fjallað stuttlega um þær ástæður sem leitt geta til þess að dómari skuli
eða megi eftir atvikum synja um afhendingu á barni.
6.2 Nánar um Evrópusamninginn
Að því er sérstaklega varðar mál um viðurkenningu og fullnustu á grundvelli
Evrópusamningsins gildir áðurnefnd meginregla að ákvörðun um forsjá, bú-
setu eða umgengnisrétt við bam sem tekin er í öðru samningsríki, upprunarík-
inu, skuli viðurkennd hér á landi og fullnustuð samkvæmt beiðni gerðarbeið-
anda ef hún er aðfararhæf í því ríki, sbr. 6. gr. laganna. Þó skal synja um inn-
setningargerð ef einhverjar þær ástæður eru fyrir hendi sem tilgreindar eru í 7.
gr. laganna og þar eru tæmandi taldar. Þannig skal synja um gerð ef:
1. ákvörðunin er augljóslega ekki í samræmi við grundvallarreglur íslenskra laga um
réttarstöðu fjölskyldna og barna,
2. ákvörðunin er, vegna breyttra aðstæðna, augljóslega ekki lengur í samræmi við
það sem barninu er fyrir bestu,
3. barnið var íslenskur ríkisborgari, eða búsett hér á landi, þegar mál var höfðað fyrir
dómstóli í upphafsríkinu eða stjómvaldi þar barst beiðni án þess að bamið hafi
haft hliðstæð tengsl við það ríki eða það hafði bæði ríkisborgararétt í upphafs-
ríkinu og hér á landi og var búsett hér á landi,
4. barnið á rétt á að ráða sjálft búsetu sinni samkvæmt lögum þess ríkis þar sem það
er ríkisborgari eða búsett, eða
5. ákvörðunin er ósamrýmanleg ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi í máli
sem hafist hefur áður en beiðni um viðurkenningu eða fullnustu var lögð fram
enda sé synjun talin barninu fyrir bestu. Ákvörðun sem tekin hefur verið í öðm ríki
hefur sama gildi og ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi hvað þetta snertir
enda sé unnt að fullnægja henni hér á landi.
Það leiðir af almennum reglum að sá sem er andvígur viðurkenningu eða fulln-
ustu hefur sönnunarbyrði fyrir því að synja beri um gerð. Ber í því sambandi að
hafa í huga að samkvæmt Evrópusamningnum má dómstóll á Islandi aldrei
endurskoða hina erlendu ákvörðun að því er efni hennar varðar. Ólíkt Haag-
samningnum, sbr. 3. töluliður 12. gr. laga nr. 160/1995, er ekki að ftnna beina
heimild til að synja um afhendingu bams á grundvelli Evrópusamningsins í því
tilviki þegar bam er andvígt afhendingu og hefur náð þeim aldri og þroska að rétt
sé að taka tillit til skoðana þess. Umrætt sjónarmið gæti hins vegar komið til
skoðunar ef mál væri rekið á gmndvelli 2. eða 4. töluliðs 7. gr. laganna.
Frá gildistöku aðildar íslands að Evrópusamningnum 1. nóvember 1996 hef-
ur aðeins eitt mál komið til meðferðar íslenskra dómstóla á grundvelli samn-
ingsins en það er mál „fransk-íslenska drengsins“ sem áður er nefnt (hæstarétt-
ardómur 12. september 2001 í máli nr. 325/2001). í því máli reyndi einkum
á skilyrðið samkvæmt 1. tölulið 7. gr., þ.e. að synja hefði átt um afhendingu
66