Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 72

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 72
áður hefur komið fram getur reynt á gildi beggja samninganna í sama máli. Ef gera ætti þeim reglum viðhlítandi skil væri það efni í heila bók. Hér verður því aðeins fjallað stuttlega um þær ástæður sem leitt geta til þess að dómari skuli eða megi eftir atvikum synja um afhendingu á barni. 6.2 Nánar um Evrópusamninginn Að því er sérstaklega varðar mál um viðurkenningu og fullnustu á grundvelli Evrópusamningsins gildir áðurnefnd meginregla að ákvörðun um forsjá, bú- setu eða umgengnisrétt við bam sem tekin er í öðru samningsríki, upprunarík- inu, skuli viðurkennd hér á landi og fullnustuð samkvæmt beiðni gerðarbeið- anda ef hún er aðfararhæf í því ríki, sbr. 6. gr. laganna. Þó skal synja um inn- setningargerð ef einhverjar þær ástæður eru fyrir hendi sem tilgreindar eru í 7. gr. laganna og þar eru tæmandi taldar. Þannig skal synja um gerð ef: 1. ákvörðunin er augljóslega ekki í samræmi við grundvallarreglur íslenskra laga um réttarstöðu fjölskyldna og barna, 2. ákvörðunin er, vegna breyttra aðstæðna, augljóslega ekki lengur í samræmi við það sem barninu er fyrir bestu, 3. barnið var íslenskur ríkisborgari, eða búsett hér á landi, þegar mál var höfðað fyrir dómstóli í upphafsríkinu eða stjómvaldi þar barst beiðni án þess að bamið hafi haft hliðstæð tengsl við það ríki eða það hafði bæði ríkisborgararétt í upphafs- ríkinu og hér á landi og var búsett hér á landi, 4. barnið á rétt á að ráða sjálft búsetu sinni samkvæmt lögum þess ríkis þar sem það er ríkisborgari eða búsett, eða 5. ákvörðunin er ósamrýmanleg ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi í máli sem hafist hefur áður en beiðni um viðurkenningu eða fullnustu var lögð fram enda sé synjun talin barninu fyrir bestu. Ákvörðun sem tekin hefur verið í öðm ríki hefur sama gildi og ákvörðun sem tekin hefur verið hér á landi hvað þetta snertir enda sé unnt að fullnægja henni hér á landi. Það leiðir af almennum reglum að sá sem er andvígur viðurkenningu eða fulln- ustu hefur sönnunarbyrði fyrir því að synja beri um gerð. Ber í því sambandi að hafa í huga að samkvæmt Evrópusamningnum má dómstóll á Islandi aldrei endurskoða hina erlendu ákvörðun að því er efni hennar varðar. Ólíkt Haag- samningnum, sbr. 3. töluliður 12. gr. laga nr. 160/1995, er ekki að ftnna beina heimild til að synja um afhendingu bams á grundvelli Evrópusamningsins í því tilviki þegar bam er andvígt afhendingu og hefur náð þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess. Umrætt sjónarmið gæti hins vegar komið til skoðunar ef mál væri rekið á gmndvelli 2. eða 4. töluliðs 7. gr. laganna. Frá gildistöku aðildar íslands að Evrópusamningnum 1. nóvember 1996 hef- ur aðeins eitt mál komið til meðferðar íslenskra dómstóla á grundvelli samn- ingsins en það er mál „fransk-íslenska drengsins“ sem áður er nefnt (hæstarétt- ardómur 12. september 2001 í máli nr. 325/2001). í því máli reyndi einkum á skilyrðið samkvæmt 1. tölulið 7. gr., þ.e. að synja hefði átt um afhendingu 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.