Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 78

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 78
sinna. Hann hafi gefið til kynna að hann vildi að aðrir tækju ákvörðun fyrir sig og sú ákvörðun ætti að vera sú að hann dveldist áfram á íslandi“. Hæstiréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms við og vísaði til áðurnefnds samkomulags for- eldranna en á grundvelli þess hefði maðurinn haft með höndum rétt til að annast drenginn eftir norskri löggjöf. Ekki yrði annað ályktað en að maðurinn hefði einnig í reynd farið með þann rétt þar til drengurinn hefði haldið til íslands 13. júlí 2000. Því var talið að konan héldi drengnum á ólögmætan hátt fyrir föður, sbr. 11. gr. laga nr. 160/1995 og 3. gr. Haagsamningsins. Hæstiréttur taldi skilyrði 3. töluliðar 12. gr. ekki vera fyrir hendi og vísaði meðal annars til þess að drengurinn hefði ekki tekið afgerandi afstöðu eða sagt berum orðum á hvorum staðnum hann vildi búa. Konunni var því gefinn þriggja vikna frestur til að koma drengnum í hendur föður síns í Noregi. Mál þetta er að mörgu leyti athyglisvert. í fyrsta lagi fyrir þær sakir að drengnum var við meðferð málsins í héraði, 11 ára gömlum, gefinn kostur á að velja á milli foreldra sinna. Þetta verður að telja afar varhugaverða aðferð við að kanna afstöðu bama hvort heldur í forsjármáli eða afhendingarmáli enda kemur fram í bókun héraðsdóms að drengurinn hafi viljað láta aðra taka slíka ákvörðun fyrir sig. Bamið á ekki að setja í slíka aðstöðu að það geri upp á milli foreldra sinna með svo afdráttarlausum hætti enda margar aðrar aðferðir til við að kanna viðhorf barns til deiluefnisins. Þá verður ekki séð að dómendur í héraði hafi gætt að því meginskilyrði 3. töluliðar 12. gr. sem heimilar í undantekningartilvikum að synja um afhendingu bams, þ.e. að bamið sé „andvígt“ afhendingu. Lagaákvæðið lýtur ekki að því að bam velji sér búsetustað eða tjái sig almennt um á hvomm stað af tveimur það vilji fremur búa. Um þetta hefur barnið ekki val. Það em foreldrar bamsins sem ákveða búsetu þess en dómstólar skera almennt úr ágrein- ingi ef ekki um semst. Því gerist sú spuming áleitin hvort viðkomandi dómendur hafi í þessu tilviki látið sjónarmið um forsjá bamsins ráða gerðum sínum enda verður ekki annað séð en að afhending hafí legið í augum uppi eins og málsat- vikum var háttað. í framhaldi vaknar önnur spuming og hún er þessi: Hvemig nýttist sérþekking meðdómsmanna við úrlausn málsins í héraði? í dómi Hæstaréttar 13. desember 2000 í máli nr. 426/2000 („Bandaríkin II“) var fallist á afhendingu 5 ára barns til föður í Bandarikjunum en móðir hafði neitað skilum á baminu eftir umgengni við það á Islandi þrátt fyrir að legið hefði fyrir samkomulag foreldranna við skilnað um sameiginlega forsjá bamsins með búsetu þess í Bandaríkjunum. Svipar málinu að því leyti til atvika í „Noregi II“. Héraðsdómur, sem skipaður var einum embættisdómara, hafði komst að sömu niðurstöðu og hafnaði því einnig að ákvæði 2.-4. töluliðar 12. gr. laga nr. 160/1995 girtu fyrir afhendingu barnsins en áður höfðu tveir sál- fræðingar rætt við það. Af greinargerðum sálfræðinganna þótti héraðsdómara ljóst að bamið væri í góðum og sterkum tengslum við báða foreldra sína og því ekki gerlegt að synja um afhendingu með vísan til 12. gr. laganna. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu með vísan til forsendna. Var konunni gefinn mánaðar frestur til að koma barninu í umsjá föður í Bandaríkjunum. j 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.