Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 82
haldið er með ólögmætum hætti hlýtur það almennt að vera í þágu bestu hags- muna barnsins að hinu ólögmæta ástandi sé aflétt sem fyrst en að öðrum kosti skapast hætta á því að bamið aðlagist nýjum aðstæðum sem það á ekki að laga sig að samkvæmt niðurstöðu dóms. Sú ákvörðun dómstóls að veita því for- eldri sem brýtur gegn ákvæðum laganna og samningsins tveggja mánaða að- fararfrest getur því vart talist rökrétt með hliðsjón af áðurnefndri meginreglu og yfirlýstu markmiði Haagsamningsins. Ef skoðaðir eru þeir hæstaréttardómar sem síðan hafa gengið á grundvelli Haagsamningsins má sjá að gerðarþola hefur ávallt verið veittur samsvarandi aðfararfrestur sem ákveðinn hefur verið á bilinu frá þremur vikum og upp í tvo mánuði. í einu málanna („Noregi I“) hafði héraðsdómur ákveðið þriggja mán- aða aðfararfrest en Hæstiréttur taldi frestinn hæfilega ákveðinn tvo mánuði. Eins og áður hefur komið fram hefur aðeins einn dómur gengið hér á landi á grundvelli Evrópusamningsins en það var í máli „fransk-íslenska drengsins“ (hæstaréttardómur 12. september 2001 í máli nr. 325/2001). í því máli lá fyrir endanleg niðurstaða áfrýjunardómstóls í París frá 4. júlí 2001 um að drengurinn skyldi eiga búsetu hjá móður í Frakklandi en hafa nánar tiltekinn umgengnisrétt við föður á íslandi. Drengurinn kom til íslands 6. júlí til dvalar hjá föður og skyldi snúa aftur heim til Frakklands 31. sama mánaðar. Faðirinn braut gegn ákvörðun áfrýjunardómstólsins og hélt drengnum með ólögmætum hætti án þess að skilyrði 7. gr. laga nr. 160/1995 gætu mögulega verið fyrir hendi svo að synja bæri um innsetningargerð. Jafnframt kom maðurinn því svo fyrir að lögheimili drengsins var skráð á Islandi og lét hann hefja skólagöngu hér á landi. Héraðsdómur ákvað með úrskurði 31. ágúst 2001 að baminu skyldi skilað til móður eigi síðar en að liðnum sjö dögum frá uppkvaðningu úrskurð- arins enda lá þá fyrir að drengnum hafði þegar verið haldið með ólögmætum hætti í einn mánuð og átti að hefja skólagöngu að nýju í Frakklandi í byrjun september. Hæstiréttur taldi „hæfilegt“ að maðurinn hefði þriggja vikna frest frá dómsuppsögu til að skila drengnum eða stuðla að skilum á honum til móður án þess að færð væm sérstök rök fyrir þeim fresti í dóminum. I framhaldi hélt drengurinn af landi brott 3. eða 4. október 2001 rúmum níu vikum á eftir áætlun. Hér vaknar sú spurning til hvers og í þágu hvers umræddur þriggja vikna skilafrestur hafi verið veittur. Faðirinn hafði haft að engu ákvörðun áfrýjunar- dómstólsins í París og augsýnilega brotið gegn ákvæðum laga nr. 160/1995 og ákvæðum Evrópusamningsins sem líkt og Haagsamningurinn byggir á þeirri meginreglu að samningsríki hlutist þegar til um að gerðar séu viðeigandi ráð- stafanir til að endurheimt verði forsjá bams sem „hefur verið rofin á ger- ræðislegan hátt“ eins og segir í aðfararorðum Evrópusamningsins. Vart getur það hafa talist í þágu velferðai' viðkomandi barns að draga á langinn hin óum- flýjanlegu skil á því til móður. Opinber umfjöllun í þjóðfélaginu á greindunt tíma og fjöldi viðtala við bamið í fjölmiðlum hefur ekki orðið til þess að smðla að bættri líðan þess. 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.