Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 83

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 83
Samkvæmt framansögðu er það bjargföst skoðun greinarhöfundar, þegar dómstólar ákveða aðfararfrest í afhendingarmálum, að frestur skuli hafður eins stuttur og frekast er unnt þó þannig að ávallt sé tekið tillit til hagsmuna bamsins með hliðsjón af málsatvikum hverju sinni. Er það í samræmi við meginreglur og markmið beggja samninga og framkvæmd í öðmm samningsríkjum en óvíða að minnsta kosti hafa dómstólar kveðið á um allt að tveggja mánaða skilafrest. Varast ber að tengja saman hagsmuni bamsins og hagsmuni hlutaðeigandi for- eldris af því að halda barni eilítið lengur áður en kemur til hinna óumflýjanlegu skila til hins foreldrisins sem hefur lögin og réttinn sín megin. Ef móta ætti almenna skilareglu í afhendingarmálum væri ekki úr vegi að frestur yrði ákveð- inn að hámarki tvær til þrjár vikur en frávik frá slíkri reglu bæri að rökstyðja sérstaklega í dómsniðurstöðu. 8. KOSTNAÐUR BEIÐANDA UM AFHENDINGU BARNS SAMKVÆMT EVRÓPUSAMNINGNUM OG HAAGSAMNINGNUM Um málskostnað í afhendingarmálum fer eftir ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki kemur á óvart að niðurstaða dómstóla hefur yfirleitt verið sú að málskostnaður er felldur niður, þ.e. hvor aðili er látinn bera sinn kostnað af meðferð máls. Aðeins í einum dómi hefur gerðarþoli verið dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en það var í H 1998 726 (,,Svíþjóðarmálið“). í þeim tilvikum þegar málskostnaður er felldur niður virðist hafa staðið í héraðsdómurum, greinarhöfundi og fleirum hvernig fara eigi með kostnað gerðarbeiðanda. Hefur mátt sjá í úrlausnum héraðsdóms að málskostnaður beiðanda sé lagður á ríkissjóð. Eru um þetta ákvæði í 19. gr. laga nr. 160/1995. Þar segir í 1. mgr. að ríkissjóður greiði kostnað beiðanda um fullnustu ákvörðunar samkvæmt Evrópusamningnum vegna meðferðar máls hér á landi annan en þann sem leiðir af flutningi bams frá landinu. Samkvæmt 2. mgr. greiðir ríkissjóður kostnað beiðanda um afhendingu barns samkvæmt Haagsamningnum vegna meðferðar máls hér á landi að svo miklu leyti sem hann fæst ekki greiddur hjá beiðanda. í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna kemur fram að báðir samningarnir geri ráð fyrir því að móttökuríki beri kostnað beiðanda af meðferð málsins í því ríki. Hæstiréttur hefur túlkað 19. gr. laganna svo að þótt mælt sé þar fyrir um að greiða skuli úr ríkissjóði kostnað beiðanda vegna meðferðar máls hér á landi sé þar engin stoð fyrir því að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða þann kostnað í dómsmáli milli tveggja aðila enda hafi ríkið á engu stigi verið aðili að máli, sbr. til dæmis hæstaréttardómar 12. desember 2000 í máli nr. 403/2000 („Noregur II“) og 12. september 2001 í máli nr. 325/2001 („fransk-íslenski drengurinn"). Samkvæmt þeim skilningi ber beiðanda að afla sér gjafsóknar samkvæmt XX. kafla laga nr. 91/1991 óski hann eftir því að fá kostnað sinn greiddan með ákvörðun í dómsmáli. 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.