Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 84

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 84
9. HLUTVERK MÓTTÖKUSTJÓRNVALDA Ekki verður skilið við umfjöllun um Evrópusamninginn og Haagsamninginn án þess að minnast á mikilvægi móttökustjórnvalda eða miðstjómvalda eins og þau eru gjaman nefnd (Central Authorities), við meðferð mála á grundvelli samninganna. A hverju aðildarríki að samningunum hvílir skylda til að tilnefna móttökustjómvald sem hér á landi er dómsmálaráðuneytið samkvæmt 5. gr. laga nr. 160/1995. Aðildarríkjum er hins vegar frjálst að ákveða hverjir fara með þetta umboð enda heyrir það ýmist undir dómsmálaráðuneyti, utanríkis- ráðuneyti eða sérstakar stofnanir í hverju ríki fyrir sig. Meginhlutverk móttöku- stjómvalda er að taka við erindum á grundvelli samninganna og framsenda þau hlutaðeigandi yfirvöldum þar á meðal beiðnir um afhendingu barna, veita öðr- um móttökustjórnvöldum, dómstólum og einstaklingum aðstoð og miðla upp- lýsingum um mál sem heyra undir samningana. Móttökustjórnvöld skulu eiga samvinnu hvert við annað um framangreind atriði og gegna að öðru leyti þeim skyldum sem samningarnir leggja þeim á herðar. Samkvæmt framansögðu tekur dómsmálaráðuneytið til meðferðar beiðnir um afhendingu bama frá móttökustjórnvöldum annarra samningsríkja. Ráðu- neytið getur eftir atvikum stuðlað að sátt í máli (með eða án milligöngu lög- manna málsaðila) eða synjað um frekari meðferð vegna formgalla svo sem í þeim tilvikum þegar fyrir liggur að samningamir eru ekki í gildi milli Islands og viðkomandi upphafsríkis. Eins og áður er komið fram hefur ráðuneytið leitt fjögur mál til lykta með þessum hætti en í einu þeirra var þó fallið frá beiðni vegna fjárskorts umsækjanda. Þá lýkur máli án afskipta dómstóla. Athuga ber í þessu sambandi að með sáttameðferð hjá móttökustjómvaldi og möguleg- um töfum vegna frekari gagnaöflunar er gengið á áðurnefndan sex vikna frest sem ríki hafa til að ljúka málsmeðferð. I öðmm tilvikum útvegar ráðuneytið umsækjanda lögmann hér á landi sé þess óskað en hann leggur síðan fram beiðni um innsetningargerð fyrir héraðs- dómi í því umdæmi þar sem bamið dvelst. Ráðuneytið getur einnig, bæði áður og eftir að mál berast héraðsdómi, hlutast til um og aðstoðað við nauðsynlega gagnaöflun til þess að dómstólum sé fært að komast að niðurstöðu í hverju máli fyrir sig. Á slíka aðstoð móttökustjómvalds reyndi við dómsmeðferð í „Spán- armálinu“ og „Noregi 1“ en í þeim málum voru lagðar fram yfirlýsingar spænskra og norskra yfirvalda um að flutningur hlutaðeigandi barna til íslands hefði falið í sér brot á forsjárrétti þess foreldris sem yfirgefið var samkvæmt lögum ríkjanna og ákvæðum Haagsamningsins. Samkvæmt lögum nr. 160/1995 er það ekki formskilyrði að beiðni um af- hendingu bams berist dómstólum hér á landi í gegnum dómsmálaráðuneytið. í þeim tilvikum þegar svo er ekki er hins vegar brýnt að dómstólar tilkynni dóms- málaráðuneytinu um beiðni þótt engin lagaskylda hvíli á dómstólum að þessu leyti því að eftir sem áður gegnir ráðuneytið mikilvægum skyldum gagnvart öðrum móttökustjórnvöldum samkvæmt lögunum sem og Evrópuráðinu og 78 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.