Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 92
Stjórn Dómarafélags Islands 2001-2002. F.v. Ingibjörg Benediktsdóttir, Eggert Óskars-
son, Finnbogi Alexandersson, Helgi I. Jónsson formaður og Hervör Þorvaldsdóttir.
dómarafulltrúa eða dómarar við Hæstarétt komi úr röðum héraðsdómara og
kennara lagadeildar Háskóla Islands. Einnig var fjallað um hvaða ramma
dómstólalög setja um nýliðun í dómarastétt. Rætt var um hvaða sjónarmið er
heppilegt að hæfnisnefnd leggi mesta áherslu á í störfum sínum og um þörf
skráðra verklagsreglna. Að lokum var rætt um samspil hæfnisnefndar og veit-
ingavaldsins og hvaða eiginleika „hinn fullkomni dómari“ ætti að hafa og loks
um heppilega samsetningu dómarahópsins. Frummælendur voru Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl. og Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari.
Þá héldu félögin sameiginlegan fund á Grand Hótel þriðjudaginn 7. mars
2000 í boði Willard Fiske Center þar sem John M. Burkhoff, prófessor við
University of Pittsburgh, Pennsylvaníu, flutti erindi um „legal ethics“ út frá
siðareglum lögmanna í Bandaríkjunum og samsvarandi reglum CCBE. Var
erindið í senn áhugavert og lipurlega flutt.
Hið árlega málþing félagsins og Fögmannafélags Islands var að venju haldið
í Valhöll á Þingvöllum 26. maí. Þar var á dagskrá efnið: Stendur lýðræðinu ógn
af dómstólum? - Um mat dómstóla á stjómskipulegu gildi almennra laga. Fyrir
hádegi flutti Skúli Magnússon, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, erindi um
hvort dómsmál væru til lykta leidd á grundvelli hlutlausra réttarheimilda eða
stjórnmálahugmynda dómara. Sigurður Fíndal prófessor talaði um vald dóm-
stóla til endurskoðunar á stjómskipulegu gildi laga í ljósi sögunnar og Ragn-
hildur Helgadóttir doktorsnemi fjallaði um úrskurðarvald dómstóla um stjóm-
86