Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 96
laugardagsmorgun var fjallað um málefni dómara í alþjóðlegu samhengi og þá
sérstaklega með tilliti til Evrópusambands dómara og Alþjóðasambands dóm-
ara. Að loknum fundi var farið með þátttakendur og þá maka, sem með voru, til
Þingvalla þar sem Sigurður Líndal prófessor fór á kostum við að lýsa sögu stað-
arins og lögfræði sem honum er tengd. Eftir það var haldið um Kaldadal í Reyk-
holt þar sem sr. Geir Waage tók á móti hópnum og rakti sögu staðarins og þá
sérstaklega Snorra Sturlusonar.
Félagið skilaði m.a. umsögnum um frumvarp til nýrra vaxtalaga, frumvarp
til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála, viðbót við 4. mgr. 66. gr., og
frumvarp til bamavemdarlaga. Þá veitti félagið umsögn á árinu um drög að
frumvarpi til laga um fasteignakaup.
A starfsárinu gengu DI, LMFI og Lögfræðingafélag íslands til samstarfs við
Háskólann í Reykjavík um endurmenntun félagsmanna.
Jónas Jóhannsson héraðsdómari sótti fund í Haag 22.-28. mars 2001 þar sem
fjallað var um framkvæmd samnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna
til flutnings milli landa sem gerður var í Haag 25. október 1980.
Fundur Evrópusamtaka dómara var að þessu sinni haldinn 11. og 12. maí í
háskólabænum Lundi, Svíþjóð. Sótti formaður fundinn.
Þing Alþjóðasambands dómara var haldið í Madrid 23.-27. september 2001.
Fundinn sóttu héraðsdómararnir Helgi I. Jónsson, Eggert Óskarsson og Hervör
Þorvaldsdóttir. Eggert átti sæti í I. nefnd, Hervör í II. nefnd og Helgi í III. nefnd
og skiluðu þau skýrslum um niðurstöður nefndanna.
Formaður sótti aðalfund danska dómarafélagsins sem haldinn var í Álaborg
26. og 27. október. Eftir venjuleg aðalfundarstörf var haldið erindi um eftir-
launamál dómara. Að loknu matarhléi var mönnum skipt niður í fjóra vinnu-
hópa. í þeim fyrsta var fjallað um „TV i retssalene“; í öðrum hópnum var við-
fangsefnið „Seniorpolitik"; í þeim þriðja var rætt um „Sprogpolitik for dom-
stolene“ og í þeim fjórða um „Protokollering i retssager“. Formaður fylgdist
með störfum fyrsta hópsins.
Helgi I. Jónsson formaður DÍ.