Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 21
Svo sem er kunnugt, er bótaábyrgð annarra sjálfstætt starfandi sérfræðinga en þeirra, sem eru í heilbrigðisþjónustu, yfirleitt líka ströng, þ.e. reist á ströngu sakarmati, sem leiðir af því, að gerðar eru til þeirra ríkar kröfur um sérfræði- þekkingu, fagleg vinnubrögð og aðgæzlu. Leggja ber þó áherzlu á, að skaða- bótaábyrgð þessara starfsstétta er reist á sakarreglunni en ekki víðtækari ábyrgðarreglum.23 Gildir það bæði um lækna (þ.e. þegar tjón fer umfram mörk laga nr. 111/2000) og aðra sérfræðinga, t.d. lögmenn, endurskoðendur og löggilta fasteignasala. Sérfræðiábyrgð gildir nú ekki aðeins um sérfræðinga í framangreindum skilningi, heldur einnig um fyrirtæki á sviði ráðgjafar og þjónustu, t.d. banka (sjá t.d. H 1995 453), sparisjóði, verðbréfafyrirtæki (sbr. t.d. H 1994 1117) o.s.frv.24 Ástæða er því til að athuga, hvort sambærileg beiting sönnunarreglna um orsakatengsl gildi á fleiri sviðum en um skaðabótaábyrgð lækna og sjúkrastofn- ana. Nokkrir dómar hafa gengið um skaðabótaábyrgð lögmanna og löggiltra fast- eignasala. í dómi Hæstaréttar frá 25 janúar 2001 í málinu nr. 262/2000 var deilt um rétt P til bóta úr hendi tveggja lögmanna, sem tekið höfðu að sér gæzlu hagsmuna fyrir hana. P hafði slasast í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu, F, 21. nóvember 1989. Slysið sýnist ekki hafa verið tilkynnt og F ekki hlutast til um rannsókn á tildrögum þess. Hún fól 1. október 1991 lögmanninum H að gæta hagsmuna sinna vegna hugsanlegs bótaréttar. H lét af rekstri lögmannsstofu í september 1993 og tók þá HH við rekstrinum og hagsmunagæzlunni fyrir P. Þá hafði H aflað örorkumats og útreiknings á tjóni P og krafið vátryggingafélag um bætur, en verið synjað. HH taldi sig hafa kannað fjárhagsstöðu F haustið 1993 og hún verið bágborin. í febrúar 1994 fékk hún gjafsóknarleyfi fyrir P, en höfðaði þó ekki mál. Bú F var tekið til gjald- þrotaskipta í ágúst 1994 og lýsti HH ekki kröfum í þrotabúið á réttum tíma, heldur barst krafa vegna P um mánuði eftir lok kröfulýsingafrests. Málatilbúnað sinn reisti P á því, að yfirgnæfandi líkur hefðu verið á því, að bótaábyrgð F hefði verið viður- kennd með dómi, ef látið hefði verið á það reyna. Tilgreindi hún ýmis rök því til stuðnings. Var einnig byggt á því, að H og HH hefðu vanrækt að halda kröfu hennar til laga og þannig valdið henni tjóni. í dómi Hæstaréttar er því fyrst slegið föstu, að er H fékk mál P til meðferðar hafí verið liðinn svo langur tími, að krafan gat ekki orðið forgangskrafa í þrotabú félagsins, og hún gat heldur ekki fengizt greidd úr ábyrgðarsjóði launa. Var því talið, að hafi krafa P á hendur F verið til, hafi hún glatast við gjaldþrotið. Eftir að Hæstiréttur hefur rakið atriði, sem fela í sér saknæma vanrækslu H og HH, taldi rétturinn líkur til þess, að P hefði fengið bætur úr hendi F, ef látið hefði verið á það reyna. „Par sem svo var ekki þykja nægar líkur hafa verið leiddar að því að áfrýjandi hafi orðið fyrir tjóni sökum athafnaleysis stefndu og verða þau að bera hallann af sönnunarskorti um að svo hafi ekki verið“. 23 Sbr. t.d. Morten Samuelsson og Kjeld Sogaard: Rádgiveransvaret, bls. 21-23. 24 í riti Morten Samuelsson og Kjeld Sogaard Rádgiveransvaret er t.d. fjallað um bótaábyrgð fjármálastofnana, vátryggingafélaga og vátryggingamiðlara, stéttarfélaga (t.d. skattaráðgjöf þeirra), auk sérfræðinga þeirra sem getið hefur verið. 325
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.