Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 66
meðalhófs, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. og síðari málsl. 14. gr. laga nr. 90/1996,27 við þá ákvörðun að handtaka mann eða vista hann í fangageymslu, sbr. H 1989 512. Ef opinber starfsmaður gætir hins vegar ekki réttra aðferða við fram- kvæmd slíkra ráðstafana, þ.e. án þess að fyrir liggi að framkvæmd ráðstöfunar- innar í því tiltekna tilviki hafi verið efnislega ólögmæt, fellur háttsemi viðkom- andi jafnan utan við gildissvið 131. gr. en kann að falla undir 132. gr. hgl., sjá hér til hliðsjónar H 1989 512 en þar var ákært aðallega fyrir háttsemi sam- kvæmt 131. gr. en til vara samkvæmt 132. gr. hgl. í H 1981 430 var rannsóknarlögreglumaðurinn M ákærður fyrir að hafa undirbúið og stjórnað ólöglegri handtöku á tveimur mönnum G og K, þar sem þeir voru staddir í bifreið sem annar maðurinn hafði umráð yfir. M hafði fyrr þann sama dag látið koma fyrir á laun í farangursgeymslu bifreiðarinnar ferðatösku sem innihélt tvær flöskur af ótolluðu áfengi og einn kassa af áfengum bjór og notið til þess verknaðar aðstoðar meðákærðu A og B sem M hafði ekið til Reykjavíkur gagngert í því skyni að koma ferðatöskunni með fyrrgreindu innihaldi fyrir í bifreið G. Þá höfðu A og B lokkað þá K og G undir fölsku yfirskini til að aka þeim til Grindavíkur með við- komu í Vogum þar sem þær yfirgáfu bifreiðina samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun ákærða M samtímis því sem hann sendi þangað lögreglumenn á vettvang sem gerðu 27 Sjá hér til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis frá 1. september 1999 í máli nr. 2406/1998. A kvartaði fyrir hönd sona sinna, X og Y, yfir málsmeðferð lögreglunnar í Reykjavík í tilefni af handtöku þeirra, ákvörðun hennar um vistun annars þeirra í fangageymslu og afgreiðslu dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins vegna málsins. Lögreglan í Reykjavík handtók X, Y og Z og færði þá á lögreglustöð til skýrslutöku þar sem þeir höfðu ekki virt stöðvunarmerki hennar eftir að bíll þeirra hafði við hraða- mælingar mælst nokkuð yfir leyfilegum hámarkshraða. Við leit í bifreiðinni fannst flaska af smygluðu áfengi sem var í eigu X og var hann vistaður í fangageymslu í kjölfar skýrslutöku og látinn laus rúmum 8 tímum síðar. Ökumanni bifreiðarinnar, Y, var sleppt að lokinni skýrslutöku. Athugasemdir X við fyrr- greinda handtöku og vistun í fangageymslu lögreglunnar voru skráðar í skýrslu. Umboðsmaður rakti ákvæði 102. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinben'a mála, 3. mgr. 5. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. laga nr. 62/1994, um Mannréttindasáttmála Evrópu og 3. mgr. 67. gr. stjómarskrár- innar nr. 33/1944, og benti á að ákvæði þessi hafi verið skýrð með þeim hætti að lögreglu sé heimilt að vista sakboming f fangageymslu um stundarsakir í þágu rannsóknar opinbers máls en skylt í ölium tilvikum að færa handtekinn mann, sem vistaður er í fangageymslu, fyrir dómara innan sólarhrings frá handtöku, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar, H 1997 45. Þá rakti umboðsmaður 12. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993, 1. mgr. 101. gr. laga nr. 19/1991 og 2. málslið 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sem tóku gildi eftir að atvik þessa máls áttu sér stað, og taldi að lögreglan yrði að gæta þess að taka ekki ákvörðun um frelsissviptingu manns nema ljóst væri að hún væri til þess fallin að þjóna lögmætu markmiði sem að er stefnt og að ekki væri farið strangar í sakimar en nauðsyn bæri til. Með hliðsjón af þessu taldi umboðsntaður það leiða af meginreglu 12. gr. stjómsýslulaga að lægi fyrir að taka ákvörðun um vistun sakbomings í fangageymslu þá gæti lögregla ekki beitt slíku úrræði nema þegar sýnt þætti að slíkt væri nauðsynlegt vegna rannsóknar opinbers máls. Væri henni skylt að láta hann lausan um leið og þessir hagsmunir væru ekki lengur til staðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar, H 1982 260. Taldi umboðsmaður að ekki hefði verið sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir í merkingu laga nr. 19/1991 hafi verið slíkir að nauðsynlegt hafi verið að taka þá ákvörðun að svipta X frelsi sínu með vistun í fangageymslu, hvað þá að halda honum í rúmar 8 klukkustundir. Þá minnti umboðsmaður á 2. og 3. málsl. 1. mgr. 32. gr. laganr. 19/1991, um rétt handtekins manns til að hafa samband við lögmann, talsmann sinn eða nánustu vandamenn. Niðurstaða umboðsmanns varð því sú að ákvörðun lögregl- unnar í Reykjavík um að vista X í fangageymslu og tímalengd vistunarinnar hafi ekki verið í samræmi við lög. 370
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.