Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 64
2.3.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd
Akvæði 130.-133. gr. hgl. taka til ólögmætrar meðferðar dómsvalds, annars
opinbers úrskurðarvalds eða framkvæmdar á refsi- og fullnustuvaldi ríkisins.
Taka þau því aðeins til þeirra starfsmanna sem hafa það hlutverk á hendi að ráða
til lykta ágreiningi á milli aðila á stjómsýslustigi og fyrir dómi, til meðferðar
opinberra mála á rannsóknarstigi og fyrir dómi og við fullnustu þeirra í refsi-
vörslukerfinu.
I athugasemdum greinargerðar með frumvarpi því er varð að hgl. kemur
nánar fram um 130. gr. að greinin taki aðeins til þeirra opinberra starfsmanna er
hafa dómsvald eða annað opinbert úrskurðarvald um lögskipti, svo sem dóms-
ntenn í opinberum gerðardómi, skattanefndir, kjörstjórnir, valdsmenn er úr-
skurða um fátækramálefni o.s.frv. Greinin nái bæði til þess þegar lögskiptin eru
milli einstakra manna eða einstaklinga og hins opinbera.21 Danskir fræðimenn
virðast hafa lagt til grundvallar að skýra beri samsvarandi ákvæði 146. gr.
dönsku hgl. með þeim hætti að það taki ekki til töku stjómvaldsákvarðana á
lægra stjómsýslustigi.22 Verður að ganga út frá því með tilliti til orðalags 130.
gr. hgl. (úrskurðarvalds) að skýra beri íslenska ákvæðið með sama hætti.
I lögskýringargögnum er tekið fram að ranglæti við meðferð máls sé því
aðeins refsivert eftir 130. gr. hgl. að það hafi átt að miða að rangri niðurstöðu
málsins. Ella myndi röng aðferð við meðferð málsins varða við 132. gr.23 Orða-
lag ákvæðisins bendir til þess að um tjónsbrot með fullframningarstigið fært
fram sé að ræða, þ.e. að hin rangláta háttsemi hins opinbera starfsmanns þurfi
að hafa átt sér stað „í því skyni að niðurstaðan verði ranglát“. Með ranglátri
niðurstöðu er væntanlega átt við niðurstöðu sem veldur þeim, sem í hlut á, tjóni
eða skerðir að hluta eða að öllu leyti réttindi eða hlunnindi sem hann á kröfu
til.24 Háttsemi handhafa dómsvalds eða opinbers úrskurðarvalds þarf að vera
fólgin í því að beita af ásetningi efnis- eða málsmeðferðarreglum með ólög-
mætum hætti í því skyni að slík niðurstaða fáist.
í lögskýringargögnum er hugtakið „velferðarmissir“ í 2. mgr. 130. gr. hgl.
(„velfærdstab“ í 2. mgr. 146. gr. dönsku hgl.) ekki skýrt nánar. Hér er vakin
athygli á því að þetta ákvæði hefur að geyma skyldubundna refsihækkunar-
ástæðu með hárri lágmarksrefsingu, þ.e. 2 ár. Það er því mikilvægt að efnis-
atriði hennar séu skýr. Sökum þessa má halda því fram að hugtakið „velferðar-
missir“ í 2. mgr. 130. gr. hgl. sé ekki nægjanlega skýrt og þannig óheppilegt sem
grundvöllur að bundinni refsihækkunarástæðu við ákvörðun refsingar. Nánar
tiltekið er vandkvæðum bundið að afmarka ákvæðið efnislega með lögskýringu
enda má segja að það sé afstætt. Skortir því á að hægt sé að afmarka hugtakið
með fullnægjandi hætti á grundvelli almenns og hlutlægs mælikvarða.
21 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378.
22 Sjá hér t.d. Vagn Greve, Asbjörn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 92.
23 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378.
24 Vagn Greve, Asbjorn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 93.
368