Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 64
2.3.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd Akvæði 130.-133. gr. hgl. taka til ólögmætrar meðferðar dómsvalds, annars opinbers úrskurðarvalds eða framkvæmdar á refsi- og fullnustuvaldi ríkisins. Taka þau því aðeins til þeirra starfsmanna sem hafa það hlutverk á hendi að ráða til lykta ágreiningi á milli aðila á stjómsýslustigi og fyrir dómi, til meðferðar opinberra mála á rannsóknarstigi og fyrir dómi og við fullnustu þeirra í refsi- vörslukerfinu. I athugasemdum greinargerðar með frumvarpi því er varð að hgl. kemur nánar fram um 130. gr. að greinin taki aðeins til þeirra opinberra starfsmanna er hafa dómsvald eða annað opinbert úrskurðarvald um lögskipti, svo sem dóms- ntenn í opinberum gerðardómi, skattanefndir, kjörstjórnir, valdsmenn er úr- skurða um fátækramálefni o.s.frv. Greinin nái bæði til þess þegar lögskiptin eru milli einstakra manna eða einstaklinga og hins opinbera.21 Danskir fræðimenn virðast hafa lagt til grundvallar að skýra beri samsvarandi ákvæði 146. gr. dönsku hgl. með þeim hætti að það taki ekki til töku stjómvaldsákvarðana á lægra stjómsýslustigi.22 Verður að ganga út frá því með tilliti til orðalags 130. gr. hgl. (úrskurðarvalds) að skýra beri íslenska ákvæðið með sama hætti. I lögskýringargögnum er tekið fram að ranglæti við meðferð máls sé því aðeins refsivert eftir 130. gr. hgl. að það hafi átt að miða að rangri niðurstöðu málsins. Ella myndi röng aðferð við meðferð málsins varða við 132. gr.23 Orða- lag ákvæðisins bendir til þess að um tjónsbrot með fullframningarstigið fært fram sé að ræða, þ.e. að hin rangláta háttsemi hins opinbera starfsmanns þurfi að hafa átt sér stað „í því skyni að niðurstaðan verði ranglát“. Með ranglátri niðurstöðu er væntanlega átt við niðurstöðu sem veldur þeim, sem í hlut á, tjóni eða skerðir að hluta eða að öllu leyti réttindi eða hlunnindi sem hann á kröfu til.24 Háttsemi handhafa dómsvalds eða opinbers úrskurðarvalds þarf að vera fólgin í því að beita af ásetningi efnis- eða málsmeðferðarreglum með ólög- mætum hætti í því skyni að slík niðurstaða fáist. í lögskýringargögnum er hugtakið „velferðarmissir“ í 2. mgr. 130. gr. hgl. („velfærdstab“ í 2. mgr. 146. gr. dönsku hgl.) ekki skýrt nánar. Hér er vakin athygli á því að þetta ákvæði hefur að geyma skyldubundna refsihækkunar- ástæðu með hárri lágmarksrefsingu, þ.e. 2 ár. Það er því mikilvægt að efnis- atriði hennar séu skýr. Sökum þessa má halda því fram að hugtakið „velferðar- missir“ í 2. mgr. 130. gr. hgl. sé ekki nægjanlega skýrt og þannig óheppilegt sem grundvöllur að bundinni refsihækkunarástæðu við ákvörðun refsingar. Nánar tiltekið er vandkvæðum bundið að afmarka ákvæðið efnislega með lögskýringu enda má segja að það sé afstætt. Skortir því á að hægt sé að afmarka hugtakið með fullnægjandi hætti á grundvelli almenns og hlutlægs mælikvarða. 21 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378. 22 Sjá hér t.d. Vagn Greve, Asbjörn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 92. 23 Alþt. 1939, A-deild, bls. 378. 24 Vagn Greve, Asbjorn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 93. 368
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.