Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 70
Við mat á því hvort opinber starfsmaður hafi verið bundinn þagnarskyldu um
ákveðið atriði þannig að brot á henni yrði talið varða við 136. gr. hgl. yrði að
líta til þeirra efnisreglna er giltu um starfssvið hans og skyldur, sjá hér til hlið-
sjónar H 1996 40.
Samkvæmt 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins, er hverjum ríkisstarfsmanni skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann
fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum
yfirmanna eða eðli málsins. Þá kemur fram að þagnarskyldan haldist þótt látið
sé af starfi. Akvæði 136. gr. hgl. lýtur eins og áður segir að þeirri aðstöðu þegar
opinber starfsmaður hefur greint frá einhverju er leynt á að fara í starfi hans og
þar með rofið þagnarskyldu sína. Með tilliti til efnis 18. gr. laga nr. 70/1996
mætti þannig ætla að skilyrði væru til saksóknar fyrir refsivert athæfi er varðaði
við 136. gr. hgl. ef ríkisstarfsmaður yrði uppvís að því að greina frá upplýs-
ingum sem yfirmaður hefði gefið skýrt til kynna að ættu að fara leynt.
2.5.2 Hvaða tegundir upplýsinga skulu „fara leynt“ samkvæmt 136. gr. hgl?
Eitt helsta athugunarefni nefndar forsætisráðherra um starfsskilyrði stjórn-
valda laut að þagnarskyldu starfsmanna stjórnsýslunnar. Má draga þá ályktun
að nefndin hafi haft í huga þá lagaþróun sem átt hefur sér stað hér á landi að því
er varðar aukna áherslu á friðhelgi einkalífs, m.a. með rýmkun á gildissviði
stjómarskrárvemdarinnar með lögfestingu 9. gr. stjómarskipunarlaga nr. 97/1995,
sbr. 1. mgr. 71. gr. stjómarskrárinnar, og einnig með setningu nýrra laga um
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Á hinn bóginn hefur
sú þróun einnig átt sér stað að löggjafinn hefur ákveðið að gera stjórnsýsluna
gagnsærri og aðgang stjómsýsluaðila og almennings að upplýsingum í vörslu
stjómsýslunnar virkari, sbr. m.a. 1. mgr. 15. gr. stjómsýslulaga og upplýsinga-
lög nr. 50/1996. Með þessu lagaumhverfi skapast nokkur togstreita á milli
friðhelgi einkalífs annars vegar og þess táknræna einkennis lýðræðissamfélags-
ins sem endurspeglast í aðgangi almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum
og gagnsærri stjórnsýslu.
I þessu sambandi er í fyrsta lagi vert að huga að því hvort sú refsivernd sem
felst í 136. gr. hgl. sé fullnægjandi að teknu tilliti til framangreindrar þróunar
enda ljóst að það er ein af skyldum löggjafans að veita einstaklingum vernd
með ákvæðum refsilaga sem gera brot annarra einstaklinga, m.a. opinberra
starfsmanna, á friðhelgi manna til einkalífs refsiverð, sjá hér t.d. athugasemdir
greinargerðar með frumvarpi því er varð að stjórnarskipunarlögum nr.
97/1995.34
Ekki er skýrt nánar í ákvæði 136. gr. hgl. hvaða upplýsingar það eru sem
„leynt [eiga] að fara“ í merkingu ákvæðisins. Verður því almennt að ganga út
frá því að úrlausn um það, hvort upplýsingar eru þess eðlis að brot opinbers
starfsmanns á þagnarskyldu er þær varðar falli undir 136. gr. hgl., ráðist af
34 Alþt. 1994-1995, A-deild, bls. 2100.
374