Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 63
í 145. gr. dönsku hgl. er andlag ávinningsins lýst sem „kendelse for tjeneste- handling, skat eller afgift“. Það er álitaefni hvort ákvæði 129. gr. hgl. sé þrengra þar sem það tekur aðeins til „skatta og gjalda“ samkvæmt orðalagi sínu. I íslenskum rétti er gerður greinarmunur á sköttum og öðrum opinberum gjöldum sem styðjast þurfa við skattlagningarheimild í stjómskipulegri merkingu, sbr. 40. og 77. gr. stjómarskrárinnar, og þjónustugjöldum sem nægjanlegt er að styðjist við einfalda lagaheimild. Refsiákvæði á að skýra þröngt. Ekki er þannig víst að hugtakið „gjöld“ í merkingu 129. gr. hgl. verði skýrt með þeim hætti að það taki einnig til þjónustugjalda sem opinber starfsmaður heimtar eða tekur sér en sem gjaldanda ber ekki að greiða í raun t.d. sökum þess að starfsmaðurinn veit að ekki er til staðar lagaheimild til að heimta þjónustugjöld fyrir þá þjón- ustu sem innt hefur verið af hendi. í 145. gr. dönsku hgl. virðist hafa verið talið nauðsynlegt að taka af skarið með þetta atriði í ákvæðinu, sbr. „tjenestehand- ling“. Þá er bent á að notkun og beiting þjónustugjalda fer ört vaxandi í íslenskri stjórnsýslu. Er þannig þörf á því að refsilöggjöfin sé skýr um það hvort einnig sé heimilt að refsa opinberum starfsmanni fyrir að heimta eða taka sér þjónustu- gjöld án þess að gjaldandi skuldi slík gjöld í raun. 2.3 Ákvæði 130. - 133. gr. hgl. 130. gr. Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. 131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða rannsókn eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. 132. gr. Ef opinber starfsmaður, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi réttra aðferða við meðferð máls eða úrlausn. handtöku, leit, fangelsan, framkvæmd refsingar eða haldsetningu, eða brýtur aðrar þesskonar reglur, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri retsingu að lögum. 133. gr. Ef opinber starfsmaður, sem á að gæta fanga eða annast framkvæmd refsidóma, lætur fanga komast undan, tálmar framkvæmd dóms, hlífír manni við að taka út hegningu eða kemur því til leiðar, að refsing er framkvæmd með öðru og vægara móti en mælt er, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef brot er smáfellt. 367
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.