Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 32
slyssins væru ekki ófyrirséðar (upáregnelige) og voru því eigandi bifreiðarinnar og
ábyrgðartryggjandi hennar dæmdir til að greiða bætur vegna missis framfæranda.
NJA 1966, bls. 331
A fékk alvarleg höfuðmeiðsl í umferðarslysi, sem B bar ábyrgð á. Um tíu mánuðum
eftir slysið framdi A sjálfsvíg. Talið var að B bæri skaðabótaábyrgð á dauða A, þótt
sjálfsvíg hans hafi verið gert af ásetningi af hans hálfu. Var talið að andlát hans, þótt
borið hafi að með þessum hætti, yrði að telja sennilega afleiðingu af þeirri háttsemi,
sem leiddi til þess, að B bar ábyrgð á umferðaróhappinu.
H 1983 1826
Eitt af skipum E hafði flutt m.a. brennt kalk í sekkjum. Við uppskipun þess hafði
eitthvað af kalkinu sáldrast á lestargólfið. Var nokkrum verkamönnum, er unnu við
uppskipunina, falið að sópa efninu saman. Ekki voru til nægilega margir kústar fyrir
þá, sem falið var að sópa upp kalkinu, og tókust tveir unglingar á um einn kústinn.
Flugust þeir á og veltust um gólfið. Er þeir stóðu upp, sveiflaði annar þeirra hend-
inni í átt til hins og við það sáldraðist kalk í auga hans. Skaddaðist hann á auga
vegna þessa. í bótamáli gegn E var talið, að félagið bæri, vegna ýmiss konar van-
rækslu við að tryggja öryggi starfsmanna sinna, ábyrgð á tjóni hans að hálfu, en
hann bæri tjón sitt sjálfur að öðru leyti. í sératkvæði tveggja dómenda var E sýknað.
Var sú afstaða m.a. reist á því að hættueiginleiki efnisins hefði verið leystur úr
læðingi með mjög sérstæðri og ófyrirséðri atburðarás, þ.e. áflogum unglinganna, en
slíks hefði ekki mátt vænta.
Það er erfitt að fullyrða, að afleiðingar þær, sem urn er fjallað í þremur síð-
ustu dómum, séu fjarlægari en þær, sem fjallað er um í dómunum frá 1934 og
1936. Það er jafnframt ljóst, að takmörkun eins og sú, sem gerð er á bótaábyrgð
f H 1936 243, hefur ekki alltaf verið rökstudd með sama hætti, þ.e. með vísan
til skilyrðisins um sennilega afleiðingu. í H 1971 703 var hafnað að dæma
miskabætur (nefndar þjáningabætur í dóminum) vegna andlegs áfalls ekkju og
bama, er urðu vitni að því, að eiginmaður/faðir þeirra var skotinn til bana á
heimili þeirra. Var þessi synjun rökstudd svo, að lagarök brystu til þess að taka
slíka kröfur til greina.
Skilyrðið um sennilega afleiðingu grundvallast á þeim sjónarmiðum, að
vamaðarhlutverk skaðabótareglna geri það að verkum, að tjónvaldur verði
aðeins gerður ábyrgur fyrir þeim afleiðingum bótaskyldrar háttsemi, sem hann
gat séð fyrir (búizt við). Einnig hefur verið bent á, að rökin fyrir reglunum um
sennilega afleiðingu séu líka lagatæknilegs eðlis, þ.e. að þörf sé fyrir reglur um
takmörkun skaðabótaábyrgðar, sem séu auðveldar í notkun.39 Þess verður
reyndar að geta, að reglur um sennilega afleiðingu hafa ekki reynzt auðveldar í
notkun. Margvísleg gagnrýni hefur verið sett fram á reglumar um sennilega
39 Marcus Radetzki: Orsak och skada, bls. 20-21.
40 Yfirlit um þá gagnrýni má finna í Hákan Andersson: Skyddsandamál och adekvans, bls. 106-116.
336