Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 86
um sérstaka persónueiginleika svo fremi sem málefnaleg sjónarmið séu látin
ráða för.
I þessu samhengi er þó rétt að nefna að í ýmsum sérlögum, t.d. í tollalögum,
nr. 55/1987, eru sett sérstök skilyrði fyrir veitingu fastrar stöðu. Um slík sérlög
verður þó ekki fjallað frekar í þessari grein þar sem þau snúa öll að frekari
skilyrðum hvað varðar menntun og reynslu.
Af framangreindu má ráða að ekki virðist neitt sérstakt standa því í vegi að
vinnuveitendur á vegum hins opinbera geri svipaðar kröfur til umsækjenda um
persónulega eiginleika og gerðar eru á almenna vinnumarkaðinum, sbr. kafla 3.
En hvers vegna gera þá opinberir vinnuveitendur ekki kröfur um sérstaka
persónulega eiginleika í meira mæli en raun ber vitni um? Um svar við þeirri
spurningu vísast til kafla 9.
6. ÚRSKURÐIR KÆRUNEFNDAR JAFNRÉTTISMÁUA
I áliti kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2000 reyndi á hvort lög unt
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 28/1991, hefðu verið brotin við
skipun í tvær stöður deildarstjóra við embætti ríkistollstjóra í desember 1999.
Kærandi í málinu taldi sig uppfylla skilyrði um menntun og hæfnisskilyrði sem
sett voru í auglýsingunni um stöðurnar. Hæfnisskilyrðin sem um ræddi lutu öll
að tiltekinni reynslu og þjálfun. Auk menntunar og hæfni taldi kærandi sig
einnig hafa til að bera góða skipulags- og samskiptahæfileika og hafa sýnt
frumkvæði og metnað til að beita faglegum vinnubrögðum. I málinu hélt kærði
því fram að þeir sem ráðnir hefðu verið í umræddar tvær stöður hefðu staðið
kæranda framar hvað varðaði menntun og reynslu en um persónulega eiginleika
tjáði kærði sig ekki. I úrlausn kærunefndar kom m.a. eftirfarandi fram:
Líta verður svo á að við mat á hæfni umsækjenda um opinbert starf skuli sá sem
stöðuna veitir leggja til grundvallar þau atriði sem talið er að varpi ljósi á hæfni
umsækjenda til að gegna því starfi sem um ræðir. Ræðst það af aðstæðum í hverju
tilfelli hvaða sjónarmið leggja skal til grundvallar en við það mat ber að taka tillit
til málefnalegra sjónarmiða í samræmi við stjórnsýslulög og lög um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla, ... . (leturbreyt. höf.)
í áliti sínu leysti kærunefndin úr hæfnisspurningunni á þann hátt að meta
kæranda í samanburði við þá sem stöðumar fengu út frá menntun og reynslu.
Samkvæmt því mati taldi nefndin að kærandi hefði staðið öðrum umsækjendum
að baki og því hefði ekki verið brotinn á henni réttur.
Það sem er sérstaklega athyglivert við þetta álit, út frá efni þessarar umfjöll-
unar, er að í niðurstöðu sinni víkur kærunefndin ekki einu orði að persónulegum
eiginleikum umsækjenda þótt kærandi hafi m.a. byggt mál sitt á því að hún
hefði sérstaka persónulega eiginleika til að bera sem taka ætti tillit til. í sjálfu
sér þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við að kærunefndin hafi komist að framan-
greindri niðurstöðu um röðun umsækjenda eftir hæfni, án þess að taka sérstakt
390