Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 17
á orsakatengslum í skaðabótarétti, a.m.k. ekki ef gerður er greinarmunur á því athafnaleysi, sem leitt getur til bótaskyldu, og því sem almennt gerir það ekki. Spyrja verður, hvað það þýðir að athafnaleysi sé nauðsynlegt skilyrði þess, að tjón verði. Væntanlega verður svarið það, að athöfn hefði forðað tjóni. Ef á manni hvílir skylda til athafna, þá getur komið til bótaskyldu hans, ef hann sinnir þessari athafnaskyldu ekki og af því verður tjón. Spumingin hlýtur því að ráðast af því, hvort athafnaskylda hafi hvílt á manni. Eiginlegt athafnaleysi, þ.e. þau tilvik þegar engin athafnaskylda hvílir á manni, hvorki samkvæmt lögum, stjómvaldsfyrirmælum, samkvæmt samningi eða af öðrum ástæðum, leiðir almennt ekki til skaðabótaskyldu. Af þeirri ástæðu koma hugsanleg orsakatengsl eiginlegs athafnaleysis og tjónsatviks varla til skoðunar. Óeiginlegt athafnaleysi, þ.e. þegar skylda til athafna hvílir á manni af einhverjum framangreindum ástæðum, getur haft allt önnur réttar- áhrif. Sé athafnaskyldu ekki sinnt og tjón leiðir af því, getur orðið um bóta- skyldu að ræða. í réttarframkvæmd er vanræksla á því að sinna slíkri athafna- skyldu algeng ástæða skaðabótaábyrgðar. Nægir í því efni að vísa til skyldna vinnuveitanda samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, til þess að tryggja öryggi starfsmanna sinna með ýmsum aðgerðum. í þeim tilvikum er skilyrðiskenningunni beitt með venjulegum hætti, og er ekki ástæða til að bera sig að við mat á bótaábyrgð með öðrum hætti í þessum tilvikum en þegar tjóni er valdið með athöfnum.15 2.7 Orsakatengsl og sönnun 2.7.1 Inngangur Oftast eru álitaefni um orsakatengsl öðru fremur tengd sönnun.16Segja má, að þau álitamál geti einkum verið tvenns konar, þ.e. um málsatvik (staðreyndir) annars vegar og um innbyrðis tengsl ýmissa atvika hins vegar, þ.e. hvort tilteknar afleiðingar orsakist af tilgreindum atvikum, sem búið er að sanna eða eru óumdeild. Vegna mikilvægis álitaefna um sönnun í þessu sambandi og blæbrigða í beitingu sönnunarreglna við mat á orsakatengslum, verður að taka þetta efni til nánari athugunar. 2.7.2 Almennar reglur um orsakatengsl og sönnun Yfirleitt liggur ljóst fyrir, hvort orsakatengsl eru milli bótaskyldrar háttsemi og tjóns. Þegar það er óljóst, þarf að færa sönnur á orsakatengslin. Þetta á vissu- lega bæði við, þegar um aðeins eina orsök er að ræða, en stundum ef tjóns- orsakir geta verið fleiri, en þá koma oft til viðbótar önnur álitaefni. Það samrýmist meginreglum íslenzks réttar, að tjónþoli hafi sönnunarbyrði fyrir því, að tiltekin háttsemi þess, er hann beinir bótakröfu sinni að, hafi orsakað 15 í grein Jóhannesar Sigurðssonar, Orsakasamband í skaðabótarétti, bls. 95, er einnig komizt að þeirri niðurstöðu, að athafnaleysi geti því aðeins verið orsök, að á manni hafi hvílt skylda til athafna. 16 Arnljótur Bjórnsson: Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls. 89. 321
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.