Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 9
fyrir tjóni, sem hann hefur ekki valdið. Ekki er hægt að tala um, að maður valdi tjóni, nema orsakatengsl séu milli háttsemi hans og tjóns. Ein ástæða fyrir þessu er sú, að samfélagið kappkostar að veita tilteknum hagsmunum vemd og það er gert m.a. með viðurlagakerfi refsiréttar og skaðabótaréttar. Viðurlagakerfi skaða- bótaréttar, svo dæmi sé tekið, verður að byggjast á þeirri forsendu, að það hafi áhrif á háttsemi manna í þá veru, að þeir viðhafi ekki tiltekna hegðun, því hún geti haft neikvæð áhrif á þá hagsmuni, sem ætlunin er að vemda. Það er því eðli- legt skilyrði, að órofa tengsl séu milli háttsemi og þeirra neikvæðu áhrifa, sem leiða til viðurlaga eða viðbragða á grundvelli skaðabótareglna.1 Almennt hefur þetta þótt sjálfsagt skilyrði bótaábyrgðar og um það var lengst af ekki ítarlega fjallað af fræðimönnum. Með flóknara samfélagi hafa risið fleiri álitamál tengd skilyrðinu um orsakatengsl, sem hefur leitt til auk- innar fræðilegrar umfjöllunar um, hvaða skilyrði eigi að setja, til þess að hátt- semi teljist hafa orsakað tjón. Ef eingöngu væri stuðzt við það skilyrði, að orsakatengsl þyrftu að vera fyrir hendi milli bótaskyldrar háttsemi og tjóns, yrði skaðabótaréttur tjónþola of víðtækur, þ.e. umfang skaðabótaábyrgðar yrði of mikið. Sá sem ábyrgð ber á orsök tjóns, gæti þá orðið skaðabótaskyldur fyrir afleiðingum orsakanna, sem væm mjög fjarlægar „bæði í tíma og rúmi“. Þess vegna þarf að setja önnur skilyrði til viðbótar, svo unnt sé að knýja fram bótaábyrgð. Þessi skilyrði setja skaðabótarétti nokkur mörk. í þessari grein verður fjallað sérstaklega um tvö af þessum skilyrðum. Annars vegar skilyrðið um að tjón þurfi að vera sennileg afleiðing háttsemi, til þess að um skaðabótaskyldu geti verið að ræða. Hins vegar verður gerð nokkur grein fyrir því, hvemig mörk skaðabótaréttar verða dregin með öðrum hætti, þ.e. eftir reglum um það, hver sé eða eigi að vera vemdartilgangur skaðabótareglna. Einnig verður vikið lítillega að öðram regl- um, t.d. 24. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993, sem í vissum tilvikum má beita til að lækka eða fella niður skaðabótaábyrgð og er því einnig regla um takmörkun á umfangi hennar. Astæða þess, að hafður er sá háttur hér að fjalla bæði um reglur um senni- lega afleiðingu og reglur um takmörkun á umfangi skaðabótaábyrgðar eftir vemdartilgangi eða vemdarandlagi skaðabótareglna, er einkum sú, að á síðustu áram hafa nokkuð verið til umfjöllunar í skaðabótarétti kenningar um að leggja eigi meiri áherzlu á þýðingu reglna um vemdartilgang skaðabótareglna við ákvörðun á umfangi skaðabótaábyrgðar. Samtímis hafa verið settar fram, lík- lega af meiri þunga en áður, efasemdir um, að reglumar um sennilega afleið- ingu séu heppilegar í þessu skyni a.m.k. einar sér. Einstaka fræðimenn hafa viljað ganga svo langt að segja, að ákvörðun á vemdartilgangi skaðabótareglna og þau mörk, sem umfangi skaðabótaábyrgðar verði sett með þeim, séu nægileg, 1 Sjá t.d. Stig j0rgensen: „Ársagsproblemer i forbindelse med personskade". Nordisk forsikrings- tidskrift. 3. hefti 1960, bls. 185-199, hér bls. 189-190. 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.