Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 39
Eftirlit með öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum I lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, eru almenn fyrirmæli, sem ætlað er að tryggja öryggi fólks á vinnustöðum. A grundvelli Jressara laga hafa verið settar reglur um ýmis sérstök starfssvið, tæki og búnað. I lögunum er mælt fyrir um, að sérstök stofnun, Vinnueftirlit ríkisins, hafi með höndum eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnu- stöðum. Látið hefur verið á það reyna, hvort mistök í slrku eftirliti geti bakað ríkinu bótaábyrgð. H 1957 102 G þurfti að greiða skaðabætur vegna vinnuslyss, sem varð í starfsemi hans. Slysið var rakið til þess, að öryggishlíf vantaði á vél í þvottahúsi, sem hann rak. Nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði Vinnueftirlit ríkisins (þ.e. forveri þess) gefið vottorð um, að umbúnaður véla G væri góður, þótt svo væri ekki í reynd. G krafði ríkið um skaðabætur, sem svaraði til þeirra bóta, er hann hafði þurft að greiða starfsmanni sínum, er slasaðist. Þeirri kröfu var hafnað með þeim rökum, að ákvæði laga um eftirlit með verksmiðjum væri ætlað að efla almennt öryggi á vinnustöðum, en þau drægju með engu móti úr skyldum vinnuveitanda á þessu sviði. Gæti því G ekki beint framkröfu að ríkissjóði, jafnvel þótt eftirlitið hefði ekki verið framkvæmt með þeirri kostgæfni er skyldi. Vera kann að það hafi skipt máli uni niðurstöðuna, að G hafði uppi fram- kröfu á hendur ríkissjóði. Það er þó vandséð, að það hafi átt að skipta máli miðað við þau viðhorf um bótaábyrgð hins opinbera vegna mistaka við eftirlit á þess vegum. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi í lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, eru ákvæði um skipan eftirlits ríkisins með margs konar fjármálastarfsemi. Sérstakri ríkis- stofnun, Fjármálaeftirlitinu, er falin þessi eftirlitsstarfsemi. Eftirlitið er mjög umfangsmikið, enda fellur undir það starfsemi banka og sparisjóða, lífeyris- sjóða, verðbréfafyrirtækja, vátryggingafélaga o.fl. Ekki er kunnugt um dóma um ábyrgð ríkisins vegna mistaka við þetta eftir- lit. í H 1996 1255 er ríkið sýknað vegna þess, að afsakanlegt var að bankaeftirlit Seðlabankans hefði ekki brugðist fyrr við vanhöldum í rekstri fyrirtækis, sem féll undir eftirlit þess. Eftirlit þetta heyrir nú undir Fjármálaeftirlitið. Niður- staðan var ekki reist á rökum eins og þeim, sem áður hafa verið tíunduð. Eftirlit með búnaði og ástandi bifreiða í 67. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, er mælt fyrir um, að dómsmálaráðherra skuli setja reglur um skoðun skráningarskyldra ökutækja. Það hefur verið gert og hefur ríkið falið einkaaðiljum að annast þetta eftirlit. 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.