Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 46
hefur verið, sé sennileg afleiðing háttseminnar. Sérstök ástæða er til að gefa þessu gaum, þegar þriðji maður hefur blandast inn í rás atburða eða háttsemi tjónþola, eða eiginleikar hans hafa orðið til þess, að tjón verður meira en venjulega hefði mátt búast við. 3.4 Hefur tilvist vátrygginga þýðingu við mat á því, hvað telja beri senni- lega afleiðingu af bótaskyldri háttsemi? Framangreind spuming er eðlileg, einkum þegar hinn bótaskyldi er ábyrgðar- tryggður. Hún er eðlileg í ljósi þess, að vátryggingum er ætlað að bæta óvænt og oft ófyrirséð tjón, þ.e. tjón sem hinn bótaskyldi gat ekki reiknað með eða forðast.61 Telja verður þó vafasamt, að tilvist ábyrgðartrygginga hafi áhrif í þessu sambandi, því verður a.m.k. ekki fundinn staður í íslenzkri dómafram- kvæmd svo óyggjandi sé. Sjá nánar um þetta í kafla 3.6. 3.5 Ýmis tilvik 3.5.1 Þýðing þess, að þriðji maður hefur áhrif á atburðarás fram að frumtjóni Ef maður, A, hefur sýnt af sér háttsemi, sem er bótaskyld, leiðir það ekki sjálfkrafa til þess, að ábyrgð hans falli niður eða sæti takmörkunum, þótt þriðji maður blandist inn í rás atburða og valdi því, að tjónið verður meira en það hefði orðið, eða jafnvel þótt af því leiði tjón, sem ekki hefði orðið.62 I þessu sambandi skiptir það ekki sköpum, þótt háttsemi þriðja manns kunni að vera bótaskyld líka. Ekki er þó útilokað, að A leysist undan ábyrgð í slíkum tilvikum, einkum ef háttsemi þriðja manns er alvarleg, t.d. hann veldur tjóni af ásetningi. I slíkum tilvikum geta verið rök til þess að leysa A undan skaðabótaábyrgð með vísan til reglna um sennilega afleiðingu, þ.e. ef því skilyrði telst fullnægt, að tjónið sé ekki sennileg afleiðing af háttsemi A. Hér verður að vera ljóst, að hlutur þriðja manns sé mikill í tjóni, og heildstætt metið þarf hlutur A þá að vera lítill. Gott dæmi um slíkt tilvik má sjá í: H 2000 265 Þrjár stúlkur réðust á I með hrindingum og spörkum að næturlagi í miðbæ Akraness. Tvær þeirra réðust svo aftur að I og slógu hana í andlitið með flötum lófa, og síðan allar þrjár með hrindingum. Þeim var gerð refsing fyrir brot á 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir árásirnar. Fjórða stúlkan, L, var í hópi áhorfenda, þegar atlögumar áttu sér stað, og þegar þeirri síðustu lauk sýnist hún hafa skorizt í leikinn og veitt I alvarlegan höfuðáverka með svonefndu hnésparki í höfuðið. Varð af því mikið högg. L var dæmd fyrir brot á 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga fyrir brot þetta. Höfuðmeiðsl I höfðu miklar varanlegar afleiðingar. Hún höfðaði skaðabótamál á hendur þeim öllum fjórum, sent ráðist höfðu að henni. 61 Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 204. 62 Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 281. 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.