Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 28
óskipta ábyrgð, enda væri það andstætt skilyrðiskenningunni. Tjónið var orðið og seinni tjónsorsökin því ekki nauðsynlegt skilyrði tjónsins.30 Hin fyrri er þá bæði nauðsynlegt skilyrði tjóns og nægjanlegt. Væntanlega ætti hið sama við, þótt hin fyrri tjónsorsök væri ekki það, sem hér hefur verið nefnt ábyrgðarorsök, en hin síðari væri það á hinn bóginn. Sú afstaða kemur fram í H 1996 2626 og 2641, en fyrri dómurinn er reifaður í kafla 2.2. y Ýmis flókin álitaefni rísa, þegar orsakimar verka á löngum tíma, önnur hefur t.d. byrjað að verka, er hin kemur til og veldur því, að allt tjónið verður, sem líklega hefði þó allt orðið vegna fyrri orsakarinnar, en einungis síðar. Ef leitazt er við að meta þessi tilvik á grundvelli reglna skilyrðiskenningarinnar og orsakirnar metnar sjálfstætt, þá yrði niðurstaðan líklega sú, að sá er ábyrgð ber á orsökinni, sem í raun veldur tjóninu, yrði bótaskyldur, en almennt yrði hinn þá laus undan ábyrgð. Ekki er þó unnt að fullyrða, að þessi niðurstaða sé undan- tekningalaus. Annað afbrigði, sem gera verður að umtalsefni, er þegar einungis ein, eða fleiri, en ekki allar sjálfstæðar tjónsorsakir eru ábyrgðarorsakir. Hinar em þá eðlilegar (d. normalbaggrund), ef svo má að orði komast, t.d. sjúkdómur sem tjónþoli gekk með, sem haft hefði sömu áhrif og ábyrgðarorsökin. I slíkurn tilvikum yrði oft um álitaefni tengd sönnun að ræða. Ef orsakimar verka sam- tímis og unnt er að telja, að það hafi verið sannað, yrði sá, er ábyrgð ber á ábyrgðarorsökinni, líklega ekki bótaskyldur, enda felst það í mismunakenning- unni, að sama tjón hefði orðið. Ef álitaefni um sönnun væm uppi um það, hvort hin eðlilega tjónsorsök hefði haft í för með sér sama tjón og á sama tíma og ábyrgðarorsökin, yrði á hinn bóginn að ætla, að bótaskylda yrði dæmd, sbr. áður reifaðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.31 Verki hin eðlilega tjónsorsök á undan ábyrgðarorsökinni, er vart vafi á, að ábyrgðarorsökin leiddi ekki til bótaskyldu, enda samrýmdist það ekki skilyrðis- kenningunni. Sem dæmi má nefna mann, sem fær sjúkdóm, sem leiðir til algerrar skerð- ingar á aflahæfi hans, þ.e. 100% varanlegrar örorku. Verði hann fyrir slysi, sem einnig hefði haft sömu áhrif, myndi tjón hans ekki metið á grundvelli þeirrar stöðu, sem hann var í áður en hin svonefnda eðlilega orsök kom til, heldur eins og staða hans var að teknu tilliti til hennar. Hið sama á við um mann, sem fengið hefur augnsjúkdóm og misst sjónina. Þótt hann lendi í slysi, sem A ber ábyrgð á, er veldur því að hann hefði orðið blindur, yrði A ekki dæmdur til að greiða honum bætur fyrir varanlegan miska, eins og hann hefði verið sjáandi, er ábyrgðarorsökin leiddi til tjóns. 30 Sama niðurstaða hjá Jóhannesi Sigurðssyni: „Orsakasamband í skaðabótarétti". Úlfljótur. 2. tbl. 1990, bls. 103. 31 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 145. 332
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.