Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 36
sínum, þ.m.t. bameignum.46 Bezt er að skýra hvers konar hagsmunir þetta eru með vísan til dóma: Rt. 1999, bls. 203 A árinu 1985 var gerð ófrjósemisaðgerð á A að beiðni hans. Aðgerðin var fram- kvæmd af lækni á sjúkrahúsinu S. A árinu 1996 gat A heilbrigt barn með konu nokkurri, sem hann síðar gekk að eiga. A höfðaði mál á hendur eiganda sjúkra- hússins, S, og krafðist skaðabóta vegna fjárhagslegs tjóns, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir og myndi verða fyrir við meðgöngu, fæðingu og þó aðallega útgjöld við að ala barnið upp. Byggði hann kröfu sína á því, að læknir sá, sem framkvæmt hefði aðgerðina, hefði sýnt af sér saknæmt gáleysi, sem leiddi til þess, að ófrjósemis- aðgerðin misheppnaðist. Af hálfu S var viðurkennt, að um gáleysi læknisins hefði verið að ræða og það hefði verið vinnuveitandi hans. S hafnaði samt bótaskyldu, þar sem skaðabótareglur vemduðu ekki þá hagsmuni, sem tjón varð á. í dómi Hæsta- réttar Noregs segir m.a., að úrlausn málsins byggist að verulegu leyti á gildismati, og að þeir hagsmunir, sem hér um ræði, verði ekki metnir til fjár með venjulegum hætti. Því væri eðlilegast með hliðsjón af hagsmunum barnsins, foreldranna og samfélagsins að viðurkenna ekki almennt séð, að skaðabótareglur veittu þeirri bóta- kröfu vernd, sem uppi væri höfð í málinu. Einnig var tekið fram í dóminum, að mörg vandamál væru samhliða því að leggja til grundvallar reglur skaðabótaréttar í mál- inu, t.d. að því er varðaði skyldu til að takmarka tjón (fóstureyðing), eða frádráttur frá skaðabótum vegna hagræðis, sem tjónvaldur kynni að hafa skapað tjónþolanum. Var S því sýknað af kröfunum. Til eru ýmis sambærileg eldri mál, sem dæmd hafa verið í Danmörku með sama hætti, sbr. UfR 1954, bls. 540 og UfR 1961, bls. 239.47 3.2.4.4 Hagsmunir, sem almennt njóta verndar, en falla utan verndar- andlags skaðabótareglna af sérstökum ástæðum Þótt um sé að ræða hagsmuni, sem almennt njóta vemdar skaðabótareglna, getur verið að háttsemi tjónþola leiði til þess, að hann geti ekki krafið um bætur. Hér er ekki átt við tilvik, sem viðtekið hefur verið að fella undir reglur um eigin sök eða meðábyrgð tjónþolans, heldur tilvik þar sem ekki er eðlilegt, að hann beri fyrir sig reglur, sem leggja kunna t.d. athafnaskyldur á þann, sem telja má tjónvald. Hér er einkum vísað til tilvika, þar sem maður hefur orðið fyrir tjóni á stað, þar sem hann á alls ekkert lögmætt erindi. Víst er að mikið þarf til að koma, svo tjónþoli teldist ekki eiga bótarétt, þ.e. ef sannað er að háttsemi 46 Asbjurn Kjonstud: „Erstatning for feilslátt familieplanlegging - særlig om utgifter til underhold av velskapt barn, som fpdes efter „mislykket" sterilisering eller abort“. Lov og Rett, 1991, bls. 131- 136. 47 A. Vinding Kruse: „Erstatningsansvarets grænser". Juristen. 1957. bls. 521-541. í greininni fjallar Vinding Kruse sérstaklega um dóminn í UfR 1954, bls. 540 (bls. 521-524 í greininni). Hann gagnrýnir ekki niðurstöðuna en forsendur dómsins og lýsir því viðhorfi sínu, að niðurstaðan hefði átt að vera reist á því, að þeir hagsmunir, sem um ræðir, nytu ekki vemdar skaðabótareglna. 340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.