Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 25
Dómur bæjarþings Reykjavíkur frá 31. desember 1981 í málinu nr. 2609/1980
I máli þessu var deilt um rétt fjáreiganda, sem hafði átt kindur á fjörubeit í Seyðis-
firði, er drápust af grútarmengun, á hendur eigendum tveggja fiskimjölsverksmiðja
við fjörðinn. Grútarmengun var í firðinum og stafaði hún frá rekstri verksmiðjanna.
Talið var útilokað, að mengunin gæti stafað frá loðnuveiðiskipum, þar eð langt var
síðan þau höfðu landað afla á Seyðisfirði. I forsendum dómsins segir, að ekki sé
vitað frá hvorri verksmiðjunni grútarmengunin stafaði. Þar sem grúturinn gæti hafa
komið frá þeim báðum, og önnur þeirra var ekki útilokuð, yrði að telja að hann hefði
komið frá þeim báðum. Voru verksmiðjumar dæmdar til þess að bæta tjónið óskipt.
Fjáreigandinn var látinn bera þriðjung tjóns síns sjálfur, þar eð hann vissi um
mengunina og ásókn fjár í fjörubeitina vegna kulda og jarðbanna.28
Sé upplýst um þátt hvorrar eða hverrar orsakar um sig í tjóni, hafa íslenzkir
dómstólar skipt bótaábyrgð í sömu hlutföllum. Er það sama viðhorf og gildir í
rétti annarra norrænna þjóða.29 Um þetta má vísa til:
H 1980 1239
Atvik málsins vom þau, að Kópavogskaupstaður, K, hafði samið við verktakann, H,
um verkþætti vegna vegaframkvæmda við Reykjanesbraut í gegnum kaupstaðinn.
íbúar í fjöleignarhúsum við Ásbraut 3 og 5 höfðu mótmælt framkvæmdunum en
náðu samkomulagi við K, þar sem K ábyrgðist greiðslu væntanlegra bóta vegna
tjóns, sem þeir kynnu að verða fyrir. I uppgjöri K við H vegna verkkostnaðar hélt K
eftir greiðslu á kr. 2.010.769, sem hann hafði greitt íbúum vegna sprunguskemmda,
er þeir töldu af völdum sprenginga, sem H hafði framkvæmt vegna vegagerðarinnar.
í málinu var m.a. deilt um það, hvort orsakasamband væri milli sprenginga H og
þeirra skemmda, sem komu fram á fjöleignarhúsunum. Fengnir voru matsmenn og
yfirmatsmenn til þess að segja álit sitt á því, hvort orsakasamband væri þama á milli
eða ekki. Sérfróðir meðdómsmenn sátu í héraðsdómi. í forsendum hans segir, að
niðurstaðan sé sú, að fræðilegur ómöguleiki sá á því, að sprungumyndanir í fjöl-
eignarhúsunum verði raktar nema að takmörkuðu leyti til sprenginga á vegum H.
Var talið, að ekki minna en 40% þeirra yrðu raktar til sprenginga H, en að öðru leyti
ættu þær sér aðrar orsakir. Var K dæmt til að endurgreiða H 60% þeirrar fjárhæðar,
er K hafði haldið eftir vegna þessara skemmda.
Flóknari álitaefni koma upp, þegar slíkar orsakir verka ekki á sama tíma, og
þegar ein eða sumar eru ábyrgðarorsakir, en ekki allar.
Nefna má til skýringar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. maí 2000 í
málinu nr. E-2282/1998:
28 Dómurinn er ítarlega reifaður í riti Gunnars G. Schram, Umhverfisréttur, Vemdun náttúm
íslands, bls. 61-62.
29 Sjá t.d. Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 218 og Peter Lodrup:
Lærebok i erstatningsrett, bls. 299.
329