Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 62
unum er rakið að tilgangur þeirra sé einkum sá að útfæra viss atriði í stefnu- áætlun ríkisstjómarinnar gegn efnahagsbrotum frá júní 1997. Þá sé ætlunin með breytingunni að aðlaga danskan rétt að milliríkjasamningum í baráttunni gegn mútuþægni sem gerðir hafi verið á vettvangi Evrópusambandsins, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) og Evrópuráðsins.18 Ganga verður út frá því til samanburðar að gildissvið 128. og 129. gr. hgl. sé þrengra enda ná þær, eins og önnur ákvæði XIV. kafla hgl., aðeins til starfsmanna hins opinbera hér á landi sem framkvæma verkefni á vegum íslenskra yfirvalda. Það má hins vegar benda á að starfsmaður hins opinbera hér á landi, sem kann að falla undir íslensku ákvæðin, getur haft á hendi verkefni sem hafa beina eða óbeina þýð- ingu fyrir erlenda eða alþjóðlega hagsmuni, s.s. með þátttöku í tvíhliða eða fjölþjóðlegum samningaviðræðum.19 I annan stað er vakin athygli á því að í 144. gr. dönsku hgl. er orðalagið „uberettiget“ notað til að lýsa ólögmæti þeirrar háttsemi sem ákvæðið fjallar um. í 128. gr. hgl. er hins vegar notað mun óskýrara orðalag, þ.e. „sem hann á ekki tilkall til“. Af hálfu fræðimanna hefur þetta orðalag þó verið skýrt þannig að um sé að ræða „óréttmætan ávinning“. Þá þurfi slíkt „tilkall“ oftast að byggj- ast á beinum lagaákvæðum en kunni þó einnig að helgast af fyrirmælum yfir- boðara (einkum ráðherra) eða venju. Utiloki þetta skilyrði að saklausar gjafir sem ekki geti skaðað embættisfærsluna, t.d. tækifærisgjafir í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í tilefni af afmæli, stöðuskiptum eða lausn úr starfi, falli undir 128. gr. hgl.20 18 Sjá hér nánar eftirfarandi tilvísun: Forslag til Lov om ændring af straffeloven. Lagt fram 6. október 1999 (www.ft.dk/Samling/19991 /lovforslag_som_fremsat/L 15.htm). 19 Vakin skal athygli á því að með 2. gr. laga nr. 147/1998 var 109. gr. hgl., sem fjallar um hinar svonefndu „aktívu mútur“, breytt á þann veg að með því er nú þeim refsað sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem „tengist opinberum skyldum hans“. Þá var bætt við svohljóðandi ákvæði sem nýrri 2. mgr: „Sömu refsingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opinberum starfsmanni eða starfsmanni opinberrar alþjóðastofnunar í því skyni að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinn- ingi í alþjóðaviðskiptum". Fyrir ofangreinda breytingu var það skilyrði að „greiðslan" til starfsmanns- ins myndi leiða til athafnar eða athafnaleysis af hans hálfu sem hefði í för með sér að hann „með því bryti gegn starfsskyldu sinni“. Lög nr. 147/1998 voru sett í því skyni að fullgilda samning um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum sem undirritaður var í París 17. desember 1997. í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögunum sagði m.a. svo: „Þáttur í verknaðarlýsingu 109. gr. hegningarlaga er að viðkomandi starfsmaður brjóti gegn starfsskyldum sínum með því að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert. Þannig væri væntanlega refsilaus greiðsla til opinbers starfsmanns fyrir athöfn eða athafnaleysi sem er utan verkahrings hans. Að þessu leyti er verknaðarlýsing mútusamningsins rýmri, en þar segir í c-lið 4. mgr. 1. gr. að með því „að vinna eða láta ógert að vinna einhver þau verk sem tengjast opinberum skyldum" sé átt við hvers kyns beitingu opinbers starfsmanns á stöðu sinni, hvort sem það er á valdsviði hans eða ekki“. Um þá viðbót sem fólst í lögfestingu 2. mgr. 109. gr. hgl. sagði svo í frumvarpinu: „Við aðlögun refsi- laga að mútusamningnum þykirekki koma til álita að veitt verði ríkari refsivemd gegn mútugreiðslum til erlendra starfsmanna en á við um innlenda opinbera starfsmenn. Því er talið nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á 109. gr. hegningarlaga þannig að sama verknaðarlýsing eigi við hvort heldur opinberi starfsmaðurinn er innlendur eða erlendur". Sjá hér Alþt. 1998-1999, A-deild, bls. 825. 20 Jónatan Þórmundsson: sama rit, bls. 381. 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.