Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 47
Talið var, að leggja bæri til grundvallar, að L hefði ekki verið með hinum þremur í
aðför þeirra að I og var ekki talið unnt að líta svo á, að atlögur þeirra þriggja annars
vegar og atlaga L hins vegar væru samverknaður. Var talið, að gögn málsins bentu
til, að L hefði ráðist að I að eigin frumkvæði og var ekki talið sýnt fram á, að þær
þrjár hefðu hvatt L til aðfararinnar, né óskað liðsinnis hennar. Var litið á aðför L,
sem sérstakan verknað, þótt telja yrði að atlögur hinna þriggja hafi æst hana til
aðfararinnar. Var það þó ekki talið eiga að leiða til þess, að þær yrðu látnar bera
bótaábyrgð á því tjóni, sem L olli I, enda hafi viðbrögð L verið langt umfram það
sem við mátti búast. Var því fallizt á það með héraðsdómara, að tjón, sem L olli I,
gæti ekki talizt sennileg afleiðing af hegðun hinna þriggja. Voru þær því sýknaðar
af bótakröfu I.
3.5.2 Pýðing þess, að tjónþoli sjálfur hefur áhrif á atburðarás fram að
frumtjóni
Flest þau tilvik, þegar tjónþoli hefur sjálfur áhrif á atburðarás, sem leiðir til
þess að tjón verður eða það verður meira en ella, niyndu metin sem eigin sök
tjónþolans, fremur en álitaefni um sennilega afleiðingu. Ekki er þó útilokað, að
sá er viðhefur bótaskylda háttsemi yrði talinn bera fulla ábyrgð á tjóni, þótt sýnt
væri fram á, að tjónþolinn hefði með háttsemi sinni haft áhrif á það að tjón varð,
eða að það varð meira en ella hefði orðið. Þau tilvik, sem hér eru einkum til
athugunar, eru þegar tjónþoli reynir að forða tjóni í fáti eða örvæntingu, en tekst
ekki betur en svo, að hann veldur tjóni eða eykur það. Með sama hætti og í
síðasta kafla getur það þó leyst hinn bótaskylda undan ábyrgð sinni, ef atburða-
rásin þróast á þann veg, fyrir atbeina tjónþolans, sem hann ekki gat séð fyrir.
3.5.3 Afleiðingar tjóns, þ.e. atburðarás frá frumtjóni til afleiðinga
Ef afleiðingar tjóns eru venjulegar, leysa reglur um sennilega afleiðingu
hinn bótaskylda ekki undan ábyrgð hans, jafnvel þótt atburðarásin fram að
frumtjóni kunni að hafa verið óvenjuleg, þótt ekki hafi hún verið svo sérstök,
að hinn bótaskyldi leystist undan ábyrgð sinni. Þau álitamál, sem hér koma til
athugunar, eru fremur tengd orsakasambandinu en að þau geti talizt sennileg
afleiðing, enda um venjulegar afleiðingar að ræða.
Séu afleiðingar á hinn bóginn óvenjulegar, koma sjónarmið um sennilega
afleiðingu til athugunar. Óvenjulegar afleiðingar verða oft, ef tjónþolinn er
sérstaklega viðkvæmur. Ef sýnt þykir, að tjónþoli hefði þrátt fyrir veikleika sinn
getað lifað eðlilegu lífi, t.d. haft fulla atvinnuþátttöku, er almennt litið svo á, að
hann eigi rétt til fullra bóta, þ.e. hann sé eins settur og sá, sem ekki hefði slíka
veikleika.63 Dæmi um slíkt tilvik er í:
H 1972 191
B vann sem kranastjóri við byggingarvinnu, er andlega vanheill maður, G, skaut
nokkrum skotum að B og samstarfsmönnum hans. Eitt skot fór í gegnum rúðu í
63 Jan Hcllner og Svante Johansson: Skadest&ndsratt, bls. 209.
351