Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 45
H 1969 624 Er vélbáturinn V, sem var 230 tonna stálskip, var að koma úr róðri og leggjast að bryggju í Keflavík með síldarfarm, var H, sem var stýrimaður, frammi á hvalbak til að ganga frá landfestum. Var ætlunin að leggja V milli bryggjunnar og annars skips, sem þar lá. Við þessa aðgerð hugðist H koma fyrir fríholti eða stuðpúða milli skips og bryggju, en við það klemmdi hann handlegg sinn milli brúnarinnar á hvalbaknum og staurs, sem stóð framarlega á bryggjunni. Staurinn hafði verið ljósastaur, en var ekki notaður lengur, en hafði þó ekki verið fjarlægður. H slasaðist illa og varð að taka af handlegginn um olnboga. Hann höfðaði mál, m.a. á hendur hafnaryfirvöldum, og taldi saknæmt af þeirra hálfu að láta staurinn standa þar sem hann var, þar eð slysahætta stafaði af honum. I héraðsdómi voru hafnaryfirvöld sýknuð. Sagði í for- sendum dómsins, að ekki hefði orðið slys svo kunnugt væri af staurum sem þessum á bryggjunni og ekki fram komið, að kvartað hafi verið undan þeim. Var staðsetn- ingin ekki talin „óforsvaranleg“. I Hæstarétti var rökstuðningurinn þessi: „Með hliðsjón af því hversu fjarlæg afleiðing af staðsetningu bryggjustaursins slys áfrýj- anda var, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann“. Skilyrðið um sennilega afleiðingu er hugtaksatriði í sakarreglunni eins og hún hefur almennt verið skilgreind.58 Skilyrðið ætti að vera hlutlægt, þ.e. eins fyrir alla, en hlýtur að taka mið af sérstakri aðstöðu hins bótaskylda og því hvað hann sá eða mátti sjá fyrir um afleiðingar háttseminnar. Matið hlýtur því a.m.k. í aðra röndina að vera huglægt. Hefur þetta verið orðað svo, að það tjón sem hlutlægt séð sé líkleg afleiðing háttsemi, sé frá huglægu sjónarmiði séð fyrir- sjáanleg eða sennileg afleiðing hennar.59 I skaðabótarétti hefur ekki aðeins verið reynt að beita reglum um mat á sennilegri afleiðingu við mat á því hvort háttsemi sé saknæm og hvort tjónið sé sennileg afleiðing af háttseminni, heldur einnig í ýmsum öðrum tilvikum, þ.e.:60 • Hvort umfang hins fjárhagslega tjóns, sem valdið hefur verið, sé sennileg afleiðing háttseminnar. • Um takmörkun á bótaábyrgð innan samninga. • Um takmörkun bótaábyrgðar, þegar bótaskylda er reist á öðrum reglum en sakarreglunni. • Við álitaefni um það, hvaða hagsmunir eigi að njóta vemdar skaðabóta- reglna. Fjallað hefur verið um flest þessara atriða, en að neðan mun þó vikið nánar að fyrst talda atriðinu, þ.e. hvort umfang hins fjárhagslega tjóns, sem valdið 58 Sjá t.d. skilgreiningar hjá Arnljóti Björnssyni: Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls. 19 og A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 30. 59 Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 205. 60 Sjá um þetta A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 155. 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.