Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 45
H 1969 624
Er vélbáturinn V, sem var 230 tonna stálskip, var að koma úr róðri og leggjast að
bryggju í Keflavík með síldarfarm, var H, sem var stýrimaður, frammi á hvalbak til
að ganga frá landfestum. Var ætlunin að leggja V milli bryggjunnar og annars skips,
sem þar lá. Við þessa aðgerð hugðist H koma fyrir fríholti eða stuðpúða milli skips
og bryggju, en við það klemmdi hann handlegg sinn milli brúnarinnar á hvalbaknum
og staurs, sem stóð framarlega á bryggjunni. Staurinn hafði verið ljósastaur, en var
ekki notaður lengur, en hafði þó ekki verið fjarlægður. H slasaðist illa og varð að
taka af handlegginn um olnboga. Hann höfðaði mál, m.a. á hendur hafnaryfirvöldum,
og taldi saknæmt af þeirra hálfu að láta staurinn standa þar sem hann var, þar eð
slysahætta stafaði af honum. I héraðsdómi voru hafnaryfirvöld sýknuð. Sagði í for-
sendum dómsins, að ekki hefði orðið slys svo kunnugt væri af staurum sem þessum
á bryggjunni og ekki fram komið, að kvartað hafi verið undan þeim. Var staðsetn-
ingin ekki talin „óforsvaranleg“. I Hæstarétti var rökstuðningurinn þessi: „Með
hliðsjón af því hversu fjarlæg afleiðing af staðsetningu bryggjustaursins slys áfrýj-
anda var, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að
staðfesta hann“.
Skilyrðið um sennilega afleiðingu er hugtaksatriði í sakarreglunni eins og
hún hefur almennt verið skilgreind.58 Skilyrðið ætti að vera hlutlægt, þ.e. eins
fyrir alla, en hlýtur að taka mið af sérstakri aðstöðu hins bótaskylda og því hvað
hann sá eða mátti sjá fyrir um afleiðingar háttseminnar. Matið hlýtur því a.m.k.
í aðra röndina að vera huglægt. Hefur þetta verið orðað svo, að það tjón sem
hlutlægt séð sé líkleg afleiðing háttsemi, sé frá huglægu sjónarmiði séð fyrir-
sjáanleg eða sennileg afleiðing hennar.59
I skaðabótarétti hefur ekki aðeins verið reynt að beita reglum um mat á
sennilegri afleiðingu við mat á því hvort háttsemi sé saknæm og hvort tjónið sé
sennileg afleiðing af háttseminni, heldur einnig í ýmsum öðrum tilvikum, þ.e.:60
• Hvort umfang hins fjárhagslega tjóns, sem valdið hefur verið, sé sennileg
afleiðing háttseminnar.
• Um takmörkun á bótaábyrgð innan samninga.
• Um takmörkun bótaábyrgðar, þegar bótaskylda er reist á öðrum reglum en
sakarreglunni.
• Við álitaefni um það, hvaða hagsmunir eigi að njóta vemdar skaðabóta-
reglna.
Fjallað hefur verið um flest þessara atriða, en að neðan mun þó vikið nánar
að fyrst talda atriðinu, þ.e. hvort umfang hins fjárhagslega tjóns, sem valdið
58 Sjá t.d. skilgreiningar hjá Arnljóti Björnssyni: Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur, bls.
19 og A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 30.
59 Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 205.
60 Sjá um þetta A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 155.
349