Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 94

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 94
Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og því mikilvægt, að þeir geti unnið vel saman. Var því eðlilegt, að skólastjóri legði til að sá umsækjandi yrði ráðinn, sem væri að öðrum skilyrðum uppfylltum líklegastur til að ná bestum árangri í stjórnun skólans í samvinnu við hann sjálfan. Hefur ekki verið sýnt fram á, að ómál- efnaleg sjónarmið hafi legið að baki tillögu skólastjóra eða haft áhrif á afgreiðslu skóla- og menningamefndar og að lokum bæjarráðs og bæjarstjómar. Hinn 10. október sl. kvað Hæstiréttur upp dóm í máli íslenska ríkisins gegn Kolbrúnu Sævarsdóttur, nr. 121/2002. Þegar dómur þessi er skoðaður má sjá að Hæstiréttur dæmir málið út frá því að J hafi haft meiri reynslu en K. Persónulegir eiginleikar fá því enga beina umfjöllun frekar en í héraðsdómi. Hins vegar er lögð mikil áhersla á reynslu- þáttinn m.a. út frá þátttöku Islands í alþjóðlegu samstarfi og reynslu J í alþjóða- samstarfi af ýmsum toga. Má halda því fram að þarna sé rétturinn með vísun í umtalsverða samskiptareynslu einnig að vísa í hæfni J í mannlegum samskipt- um. I þessu samhengi er vert að hafa í huga að ekki er sjálfgefið að reynsla á tilteknu sviði sé endilega góð nenta annað komi til eins og t.d. samskiptahæfni. Af umfjöllun um framangreinda Hæstaréttardóma sýnist höfundi nú endan- lega vera búið að svara því játandi að persónuleiki skiptir máli við ráðningar í stöður hjá hinu opinbera. Það sent meira er þá virðist hér vera staðfest sú skoðun höfundar, sem fram kemur í lok 6. kafla, að við mat á því hvaða persónulegu eiginleikar skuli ráða þá hafi veitingarvaldshafi nokkurt sjálfdæmi um það svo framarlega sem ómálefnaleg sjónannið séu ekki fyrir hendi. 9. NIÐURSTAÐA Eftir að hafa skoðað framangreindar úrlausnir, og þá sérstaklega álit um- boðsmanns og nýrri hæstaréttardómana, þá virðist ljóst að opinberir vinnu- veitendur bæði mega og geta lagt mun meiri áherslu á persónulega eiginleika við ráðningar í störf en þeir hafa gert hingað til. Ef skoðaðar eru auglýsingar um störl' hjá hinu opinbera, sbr. kafla 3, þá lítur út fyrir að annað hvort telji opinberir vinnuveitendur persónuleika ekki skipta máli við ráðningar í störf, eða hitt sem er líklegra, að þeir hafi ekki almennt áttað sig á því að þeir geti, kjósi þeir svo, lagt mun meiri áherslu á persónu- leikann í auglýsingum sínum um laus störf og látið þann eiginleika hafa meira vægi en aðra, t.d. samstarfshæfni, hæfni til að vinna í hópi, frumkvæði, o.s.frv. Það má benda á til stuðnings því hve opinberir vinnuveitendur virðast vera lítið meðvitaðir um þann möguleika að leggja meiri áherslu á persónuleikann, að í sumum þeim úrlausnum sem skoðaðar hafa verið í grein þessari virðast lögmenn og dómarar ekki hafa áttað sig á að fleiri atriði geti ráðið en menntun og reynsla þegar velja þarf á milli umsækjenda. Vísa ég þar sérstaklega til úrskurða kærunefndar jafnréttismála, héraðsdómsins í máli Kolbrúnar Sævars- dóttur og fyrsta hæstaréttardómsins. Þess ber þó að geta að í öllum þessum málum er það að miklu leyti í höndum lögmanna vinnuveitenda hvemig þeir 398
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.