Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 77
bifreiðar sem eiginkona hans flutti til landsins í stað 64,5% afskriftar og gefið upp
rangt tollverð bifreiðarinnar en einnig fyrir að hafa síðar skráð inn tilhæfulausar
leiðréttingar í tölvufært tollkerfi ríkistollstjóra þannig að inneign myndaðist. I
niðurstöðu Hæstaréttar er tekið sérstaklega fram að við ákvörðun refsingar ákærða
beri að taka tillit til þess að hann sinnti starfi yfirmanns hjá tollstjóranum í Reykja-
vík og misnotaði þar stöðu sína. Ekki var hins vegar sérstaklega vísað til 138. gr. hgl.
í öðrum dómi Hæstaréttar frá 17. maí 2001 í málinu nr. 71/2000 var E, oddviti
hreppsnefndar, ákærður fyrir umboðssvik og fjárdrátt í opinberu starfi. Voru brotin
í ákæru talin fólgin í því að E hefði misnotað aðstöðu sína til að gefa út skuldabréf
í nafni hreppsins án þess að hreppsnefnd samþykkti og verja meginhluta lánsfjárins
til greiðslu á öðru skuldabréfi sem var rekstri hreppsins óviðkomandi. Þá var hann
talinn hafa dregið sér fé með því að hafa látið færa til inneignar á viðskiptareikning
sinn tiltekna fjárhæð sem hafði verið gjaldfærð hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna
vegagerðar í hreppnum án reikninga að baki þeirri færslu. Hæstiréttur sýknaði E af
ákæru fyrir umboðssvik og taldi ósannað að auðgunarásetningur hefði legið að baki
þeim gjörðum hans. Hins vegar var E sakfelldur fyrir fjárdrátt þar sem ljóst þótti að
tilteknar bókhaldsfærslur hefðu leitt til lækkunar á skuld hans við hreppinn. Var með
skírskotun til forsendna héraðsdóms fallist á ákvörðun refsingar E en í nefndum
forsendum héraðsdóms sagði meðal annars að „við ákvörðun refsingar í málinu
Lbæri] að taka sérstaklega tillit til 138. gr. almennra hegningarlaga þar sem ákærði
gegndi trúnaðarstörfum og hafði sem oddviti á hendi fjárreiður [V]hrepps“.
2.8 Ákvæði 140. og 141. gr. hgl.
140. gr. hgl.
Opinber starfsmaður, sem synjar eða af ásettu ráði lætur farast fyrir að gera það, sem
honum er boðið á löglegan hátt, sæti sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
141. gr. hgl.
Opinber starfsmaður, sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða
hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
2.8.1 Efnisatriði verknaðarlýsingar og dómaframkvæmd
í 140. gr. hgl. er lögð refsing við því ef opinber starfsmaður synjar eða af
ásettu ráði lætur farast fyrir að gera það sem honum er boðið á löglegan hátt. I
lögskýringargögnum er rakið að ákvæðið sé samhljóða 143. gr. hegningarlag-
anna 1869 og sé refsað fyrir það „að óhlýðnast lögmætum fyrirskipunum yfir-
boðara (insubordination)“. Ákvæðið er að meginstefnu til sambærilegt við 156.
gr. dönsku hgl. sem virðist þó ekki gera kröfu um beinar fyrirskipanir frá yftr-
boðara heldur geti einnig verið um að ræða skyldu sem leiðir af reglum um það
opinbera starf eða þá opinberu þjónustu sem um ræðir. Að áliti höfundar skortir
á samræmi milli framangreindra ummæla úr lögskýringargögnum og þeirrar
ályktunar sem draga má af orðalagi 140. gr. hgl. Ekki er rökrétt að skilja orða-
lagið „boðið á löglegan hátt“ með þeim hætti að það taki aðeins til fyrirskipana
yfirmanns. Sú athafnaskylda sem ákvæðið lýsir kann einnig að leiða af þeim
lagareglum í rúmri merkingu sem gilda um hið opinbera starf sem um ræðir.
381