Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 42
Með breytingum þeim, sem gerðar voru á 26. gr. skaðabótalaga með lögum nr. 37/1999, hefur nú verið lögfest undantekning frá þessari meginreglu, sem nú er í 2. mgr. 26. gr. Samkvæmt henni er heimilt að láta þann, sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur dauða annars manns, greiða maka, bömum eða foreldrum miskabætur. Þessi regla er undantekning frá framangreindri megin- reglu, er gildir áfram um tilvik, sem falla utan ákvæðisins. 3.2.4.7 Alyktun um mörk skaðabótaábyrgðar Sú flokkun, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, sýnir, að umfangi skaða- bótaábyrgðar eru sett nokkur takmörk. Hér hefur verið fjallað um þessa flokka með þeim hætti, að mörkin mætti skýra með vísan til vemdartilgangs þeirra reglna, sem skaðabótaábyrgð er reist á. Mikill ágreiningur er um, hvort það sé rétta leiðin við að draga mörk skaðabótaábyrgðar. Hér er einnig byggt á því, að reglur um sennilega afleiðingu verði einnig notaðar við að draga slík mörk, en hagræðið við framangreinda flokkun, sem ekki er tæmandi, er fyrst og fremst það, að hægt er að lýsa því með almennari hætti hvar mörkin séu dregin. Hætt er við að mörk, sem dregin eru eftir reglum um sennilega afleiðingu, verði alltaf meira atviksbundin en þau, sem dregin em eftir því hver vemdartilgangur skaða- bótareglna þeirra er, sem ábyrgðin er reist á. Hér verður ekki fjallað um þetta nánar. Þar sem miðað er við, að reglur um sennilega afleiðingu geti í ýmsum tilvikum orðið til að setja umfangi skaða- bótaábyrgðar mörk, er nauðsynlegt að gera nánari grein fyrir þeim reglum. 3.3 Nánar um inntak skilyrðisins um sennilega afleiðingu Sá sem valdið hefur tjóni með háttsemi, sem er saknæm eða fer í bága við víðtækar bótareglur, á að bæta það tjón, sem er sennileg afleiðing af háttsemi hans. Þetta er, eins og að framan greinir, stundum orðað svo, að skaðabóta- ábyrgðin taki til fyrirsjáanlegra afleiðinga háttseminnar. Miðað er við þær af- leiðingar, sem hinn bótaskyldi sá, eða átti að sjá fyrir, þegar hann viðhafði hina bótaskyldu háttsemi.54 Hann á þess vegna ekki að verða bótaskyldur vegna afleiðinga, sem eru tilviljunarkenndar eða af öðrum ástæðum ófyrirséðar.55 Matið á því, hvort tjón sé sennileg afleiðing hinnar bótaskyldu háttsemi tekur því til atburðarásar, sem afmarkast í tíma frá því, að hin bótaskylda háttsemi er viðhöfð og þar til tjónið verður. Háttsemin þarf, eins og fyrr greinir, að hafa aukið líkindi á því tjóni, sem varð. Þurfa líkindin að hafa aukizt inikið? Ber að líta svo á, að matið eigi að vera strangt eða ekki? Þarf mikið til að koma, svo unnt sé að fullyrða að hinn bótaskyldi hafi séð eða mátt sjá, að tjón var 54 Marcus Radetzki: Orsak och skada, bls. 22-23. 55 Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 203. 346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.