Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 86

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 86
um sérstaka persónueiginleika svo fremi sem málefnaleg sjónarmið séu látin ráða för. I þessu samhengi er þó rétt að nefna að í ýmsum sérlögum, t.d. í tollalögum, nr. 55/1987, eru sett sérstök skilyrði fyrir veitingu fastrar stöðu. Um slík sérlög verður þó ekki fjallað frekar í þessari grein þar sem þau snúa öll að frekari skilyrðum hvað varðar menntun og reynslu. Af framangreindu má ráða að ekki virðist neitt sérstakt standa því í vegi að vinnuveitendur á vegum hins opinbera geri svipaðar kröfur til umsækjenda um persónulega eiginleika og gerðar eru á almenna vinnumarkaðinum, sbr. kafla 3. En hvers vegna gera þá opinberir vinnuveitendur ekki kröfur um sérstaka persónulega eiginleika í meira mæli en raun ber vitni um? Um svar við þeirri spurningu vísast til kafla 9. 6. ÚRSKURÐIR KÆRUNEFNDAR JAFNRÉTTISMÁUA I áliti kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2000 reyndi á hvort lög unt jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 28/1991, hefðu verið brotin við skipun í tvær stöður deildarstjóra við embætti ríkistollstjóra í desember 1999. Kærandi í málinu taldi sig uppfylla skilyrði um menntun og hæfnisskilyrði sem sett voru í auglýsingunni um stöðurnar. Hæfnisskilyrðin sem um ræddi lutu öll að tiltekinni reynslu og þjálfun. Auk menntunar og hæfni taldi kærandi sig einnig hafa til að bera góða skipulags- og samskiptahæfileika og hafa sýnt frumkvæði og metnað til að beita faglegum vinnubrögðum. I málinu hélt kærði því fram að þeir sem ráðnir hefðu verið í umræddar tvær stöður hefðu staðið kæranda framar hvað varðaði menntun og reynslu en um persónulega eiginleika tjáði kærði sig ekki. I úrlausn kærunefndar kom m.a. eftirfarandi fram: Líta verður svo á að við mat á hæfni umsækjenda um opinbert starf skuli sá sem stöðuna veitir leggja til grundvallar þau atriði sem talið er að varpi ljósi á hæfni umsækjenda til að gegna því starfi sem um ræðir. Ræðst það af aðstæðum í hverju tilfelli hvaða sjónarmið leggja skal til grundvallar en við það mat ber að taka tillit til málefnalegra sjónarmiða í samræmi við stjórnsýslulög og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ... . (leturbreyt. höf.) í áliti sínu leysti kærunefndin úr hæfnisspurningunni á þann hátt að meta kæranda í samanburði við þá sem stöðumar fengu út frá menntun og reynslu. Samkvæmt því mati taldi nefndin að kærandi hefði staðið öðrum umsækjendum að baki og því hefði ekki verið brotinn á henni réttur. Það sem er sérstaklega athyglivert við þetta álit, út frá efni þessarar umfjöll- unar, er að í niðurstöðu sinni víkur kærunefndin ekki einu orði að persónulegum eiginleikum umsækjenda þótt kærandi hafi m.a. byggt mál sitt á því að hún hefði sérstaka persónulega eiginleika til að bera sem taka ætti tillit til. í sjálfu sér þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við að kærunefndin hafi komist að framan- greindri niðurstöðu um röðun umsækjenda eftir hæfni, án þess að taka sérstakt 390
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.