Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 32
slyssins væru ekki ófyrirséðar (upáregnelige) og voru því eigandi bifreiðarinnar og ábyrgðartryggjandi hennar dæmdir til að greiða bætur vegna missis framfæranda. NJA 1966, bls. 331 A fékk alvarleg höfuðmeiðsl í umferðarslysi, sem B bar ábyrgð á. Um tíu mánuðum eftir slysið framdi A sjálfsvíg. Talið var að B bæri skaðabótaábyrgð á dauða A, þótt sjálfsvíg hans hafi verið gert af ásetningi af hans hálfu. Var talið að andlát hans, þótt borið hafi að með þessum hætti, yrði að telja sennilega afleiðingu af þeirri háttsemi, sem leiddi til þess, að B bar ábyrgð á umferðaróhappinu. H 1983 1826 Eitt af skipum E hafði flutt m.a. brennt kalk í sekkjum. Við uppskipun þess hafði eitthvað af kalkinu sáldrast á lestargólfið. Var nokkrum verkamönnum, er unnu við uppskipunina, falið að sópa efninu saman. Ekki voru til nægilega margir kústar fyrir þá, sem falið var að sópa upp kalkinu, og tókust tveir unglingar á um einn kústinn. Flugust þeir á og veltust um gólfið. Er þeir stóðu upp, sveiflaði annar þeirra hend- inni í átt til hins og við það sáldraðist kalk í auga hans. Skaddaðist hann á auga vegna þessa. í bótamáli gegn E var talið, að félagið bæri, vegna ýmiss konar van- rækslu við að tryggja öryggi starfsmanna sinna, ábyrgð á tjóni hans að hálfu, en hann bæri tjón sitt sjálfur að öðru leyti. í sératkvæði tveggja dómenda var E sýknað. Var sú afstaða m.a. reist á því að hættueiginleiki efnisins hefði verið leystur úr læðingi með mjög sérstæðri og ófyrirséðri atburðarás, þ.e. áflogum unglinganna, en slíks hefði ekki mátt vænta. Það er erfitt að fullyrða, að afleiðingar þær, sem urn er fjallað í þremur síð- ustu dómum, séu fjarlægari en þær, sem fjallað er um í dómunum frá 1934 og 1936. Það er jafnframt ljóst, að takmörkun eins og sú, sem gerð er á bótaábyrgð f H 1936 243, hefur ekki alltaf verið rökstudd með sama hætti, þ.e. með vísan til skilyrðisins um sennilega afleiðingu. í H 1971 703 var hafnað að dæma miskabætur (nefndar þjáningabætur í dóminum) vegna andlegs áfalls ekkju og bama, er urðu vitni að því, að eiginmaður/faðir þeirra var skotinn til bana á heimili þeirra. Var þessi synjun rökstudd svo, að lagarök brystu til þess að taka slíka kröfur til greina. Skilyrðið um sennilega afleiðingu grundvallast á þeim sjónarmiðum, að vamaðarhlutverk skaðabótareglna geri það að verkum, að tjónvaldur verði aðeins gerður ábyrgur fyrir þeim afleiðingum bótaskyldrar háttsemi, sem hann gat séð fyrir (búizt við). Einnig hefur verið bent á, að rökin fyrir reglunum um sennilega afleiðingu séu líka lagatæknilegs eðlis, þ.e. að þörf sé fyrir reglur um takmörkun skaðabótaábyrgðar, sem séu auðveldar í notkun.39 Þess verður reyndar að geta, að reglur um sennilega afleiðingu hafa ekki reynzt auðveldar í notkun. Margvísleg gagnrýni hefur verið sett fram á reglumar um sennilega 39 Marcus Radetzki: Orsak och skada, bls. 20-21. 40 Yfirlit um þá gagnrýni má finna í Hákan Andersson: Skyddsandamál och adekvans, bls. 106-116. 336
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.