Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 4
dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grundvallarreglum stjómarskrárinnar. Þegar litið er til skipulags réttinda örorkulíf- eyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun geta af því leitt fyrir einstaklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lág- marksréttindi, sem í framangreindu stjórnarskrárákvæði felast, á þann hátt að þeir fái notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjómarskrárinnar mælir þeim, svo sem það ákvæði verður skilið að íslenskum rétti, sbr. 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, sem var fullgiltur af Islands hálfu 22. ágúst 1979, (Stjóm- artíðindi C nr. 10/1979) og 9. gr. fyrmefnds alþjóðasamnings um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi. I samræmi við það, sem að ofan greinir, er fallist á þá kröfu gagnáfrýjanda, að viðurkennt verði að óheimilt hafi verið að skerða tekju- tryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt (leturbreyt. ritstj.) sem gert er í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Minnihluti Hæstaréttar sagði hins vegar eftirfarandi eftir að hafa fjallað um 76. gr. stjómarskrárinnar og fleiri lögskýringargögn: Af öllu þessu verður örugglega ráðið, að löggjafinn sé bær til að meta, hvemig tekjur maka örorkulífeyrisþega komi til skoðunar, þegar þeirri skyldu stjómarskrárinnar er fullnægt að tryggja þeim öryrkjum lögbundinn rétt til aðstoðar, sem ekki geta nægi- lega séð fyrir sér sjálfir. Ekki em efni til, að dómstólar haggi því mati, enda hefur ekki verið sýnt fram á með haldbærum rökum, að staða öryrkja í hjúskap geti vegna tekna maka orðið á þann veg, að stjómarskrárvarinn réttur þeirra til samhjálpar sé fyrir borð borinn. Alþingi var þannig fyllilega innan valdheimilda sinna, þegar það ákvað í 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, sbr. lög nr. 149/1998, að tekjur maka gætu haft áhrif á tekjutryggingu öryrkja til lækkunar. Svo sem vænta mátti risu úfar með stjórnmálamönnum, og ýmsum sem láta stjómmál sig varða, eftir uppsögu hæstaréttardómsins. Féllu þar mörg orð og sum þung. Var m.a. deilt um það hvort í dómi Hæstaréttar væri kveðið á um að skerðing tekjutryggingar örorkulífeyrisþega vegna tekna maka hans væri með öllu óheimil samkvæmt stjómarskránni. Hæstiréttur var m.a. sakaður um að dómurinn væri óskýr, a.m.k. að því er þetta álitaefni varðaði. Um það skal hér aðeins tvennt sagt: Um var að ræða dóm um viðurkenningu á ákveðnum kröfum málshefjanda og dómsorðið hlaut að takmarkast við þær. Eins stendur hvergi í dóminum að öll skerðing sé óheimil. I dóminum segir aftur á móti að það geti átt við málefnaleg rök að styðjast „að gera nokkurn mun á greiðslum til einstak- linga úr opinberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki“. Löggjafinn varð eðlilega að bregðast við dómi Hæstaréttar og gerði með því að setja lög nr. 3/2001 um breytingu á almannatryggingalögunum sem tóku gildi 1. febrúar 2001 eða rúmum mánuði eftir að dómur Hæstaréttar gekk. Verð- ur ekki annað sagt en skjótt hafi verið brugðist við. I ákvæðum laganna til bráðabirgða var kveðið á um það að full tekjutrygging skyldi greidd fyrir tíma- bilið frá 1. janúar 1997 til 31. desember 1998 og var þá miðað við að bætur frá fyrri tíma væru fymdar. Á þessum tíma hafði tekjutrygging verið skert sam- 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.