Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 54
samningur verið efndur í heild eða að hluta þegar honum er rift á hvor um sig
rétt á að fá til baka þá greiðslu sem hann hefur innt af hendi. Rétt er þeim er
tekið hefur við greiðslu að halda henni þar til viðsemjandi hans afhendir þá
greiðslu sem hann fékk. Sama á við þegar gerð er réttmæt krafa um skaðabætur
eða vexti og ekki hefur verið sett fullnægjandi trygging fyrir þeirri kröfu.
I 33. gr. fast.kpl. eru reglur um réttaráhrif riftunar sem gilt hafa í réttarframkvæmd
og gilda í lausafjárkaupum, sbr. 64. gr. kpl. I 1. mgr. er sett fram grundvallarreglan
um réttaráhrif riftunar, þ.e. að skyldur samningsaðila til að efna, bæði aðalskyldur og
aukaskyldur, falla brott. I 2. mgr. er kveðið á um uppgjör þegar samningsaðilar hafa
innt af hendi greiðslur sínar eða hluta þeirra við riftun. Meginreglan er að hvor samn-
ingsaðila eigi að greiða það til baka sem hann hefur fengið úr hendi hins. I 2. málsl.
er hvorum um sig heimilað að halda eftir því sem hann hefur fengið þar til hinn
afhendir. Hér er mælt fyrir um haldsrétt (retentionsret) hvors um sig í eignum sem
hinn á til tryggingar greiðslum. Þetta úrræði er ekki hið sama og í 35. gr., þ.e. stöðv-
unarréttur (detentionsret) sem felur í sér rétt til að halda eigin greiðslu, m.a. til trygg-
ingar því að hinn efni réttilega af sinni hálfu. Haldsrétturinn á einnig við skv. 3.
málsl., þ.e. þegar samningsaðili á réttmætar kröfur um skaðabætur eða vexti sem
hann hefur ekki aðrar fullnægjandi tryggingar fyrir. Hvor aðili um sig er skyldur til
að bjóða greiðslur af sinni hálfu þegar riftun hefur farið fram. Þeir geta ekki beðið
eftir að hinn geri það. Það er almennt sá sem skila á peningagreiðslu sem frumkvæð-
ið á að hafa, en slfkt kann þó að ráðast af atvikum."
7.2.2 Greiðslur ganga til baka
Hafi kaup verið efnd að fullu eða að hluta af hálfu annars hvors aðila má
samkvæmt 2. mgr. 64. gr. kpl. krefjast skila á því sem móttekið hefur verið. I
því felst að aðili á rétt á að krefjast þess að gagnaðili skili því sem hann hafði
veitt viðtöku áður en riftun fór fram. Venjulega hefur þetta þær afleiðingar að
seljandi verður að skila kaupverðinu og kaupandi verður að skila söluhlut.
Sumar greiðslur eru þess eðlis að ekki verður um nein skil á þeim að ræða. Hafi
seljandi t.d. innt af höndum vinnu við að setja upp söluhlut verður vinnufram-
laginu sjálfu ekki skilað aftur í bókstaflegum skilningi. Af þeim sökum verður
að leysa úr slíku með greiðslu skaðabóta skv. 1. mgr. 65. gr. kpl.
í ákvæðinu er ekki tiltekinn sá staður þar sem aðilar skulu skila greiðslum
sínum. Eðlilegt er að gera ráð fyrir því að greiðslum skuli skilað á þeim stað þar
sem þeim var veitt viðtaka nema um annað sé samið beinlínis. Samkvæmt þessu
þarf kaupandi tæpast að skila söluhlut á öðrum stað en þeim þar sem hann veitti
hlutnum viðtöku. í vissum tilvikum getur þó verið eðlilegt að kaupandinn sjái
um að senda hlutinn alla leið til seljanda þótt um reiðukaup hafi verið að ræða.
Samsvarandi reglur gilda um kaupverðið, þ.e. seljandi á að endurgreiða það hjá
kaupanda.
99 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 48.
264